Segir að „ríkisfélögin“ stefni evrópskum fótbolta í hættu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2022 07:30 Javier Tebas, forseti La Liga, er ekki hrifinn af viðskiptaháttum Manchester City og Paris Saint-Germain. Irina R. Hipolito / AFP7 via Getty Images Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, segir að evrópskur fótbolti sé í hættu nema hægt sé að stjórna „ríkisfélögum“ á borð við Manchester City og Paris Saint-Germain. Fyrr í vikunni var sagt frá því hér á Vísi að forsvarsmenn La Liga hafi sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Forráðamenn La Liga telja að félögin séu í raun rekin af ríkum löndum og sveigi framhjá lögum og reglum sem hannaðar séu til að eyðsla félaga sé sem sjálfbærust. Bæði felög hafa þó ítrekað neitað þessum ásökunum. Englandsmeistarar Manchester City eru í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan Frakklandsmeistarar PSG eru í eigu Tamim bin Hamad Al Thani frá Katar. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að ásakanirnar hafi verið sendar til að reyna að vernda fótboltann. „Við erum að þessu til að vernda vistkerfi fótboltans í Evrópu,“ sagði Tabas. „Við teljum að evrópskur fótbolti sé í hættu. Við höfum ekki getað hannað kerfi til að hafa stjórn á þessum ríkisfélögum.“ „Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði“ Á sameiginlegum fundi evrópsku knattspyrnudeildanna í Amsterdam í vikunni hélt Tebas ekki aftur að sér og skaut föstum skotum á bæði Manchester City og PSG. „Launatölurnar þeirra á seinasta tímabili voru 600 milljónir evra,“ sagði Tebas um PSG. „Það er ómögulegt og það er ef við teljum nýja samninginn við [Kylian] Mbappé ekki með. Það er augljóst að þeir fylgja ekki reglum um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). Þetta setur fjárhagslegt vistkerfi Evrópu í hættu.“ Hann lét einnig í sér heyra varðandi Manchester City, en Englandsmeistararnir voru árið 2020 dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir brot á reglum um fjárhagslegt háttvísi. Alþjóðaíþróttadómstóllinn CAS snéri dómnum þó við og félagið þurfti því aldrei að taka út bannið. „Á einum tímapunkti voru 68 prósent af tekjum Manchester City auglýsingatekjur. Real Madrid var með 54 prósent í gegnum auglýsingatekjur. Það er ómögulegt. Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði. Þeir fengu á sig dóm, en honum var snúið við,“ sagði Tebas að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Fyrr í vikunni var sagt frá því hér á Vísi að forsvarsmenn La Liga hafi sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Forráðamenn La Liga telja að félögin séu í raun rekin af ríkum löndum og sveigi framhjá lögum og reglum sem hannaðar séu til að eyðsla félaga sé sem sjálfbærust. Bæði felög hafa þó ítrekað neitað þessum ásökunum. Englandsmeistarar Manchester City eru í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan Frakklandsmeistarar PSG eru í eigu Tamim bin Hamad Al Thani frá Katar. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að ásakanirnar hafi verið sendar til að reyna að vernda fótboltann. „Við erum að þessu til að vernda vistkerfi fótboltans í Evrópu,“ sagði Tabas. „Við teljum að evrópskur fótbolti sé í hættu. Við höfum ekki getað hannað kerfi til að hafa stjórn á þessum ríkisfélögum.“ „Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði“ Á sameiginlegum fundi evrópsku knattspyrnudeildanna í Amsterdam í vikunni hélt Tebas ekki aftur að sér og skaut föstum skotum á bæði Manchester City og PSG. „Launatölurnar þeirra á seinasta tímabili voru 600 milljónir evra,“ sagði Tebas um PSG. „Það er ómögulegt og það er ef við teljum nýja samninginn við [Kylian] Mbappé ekki með. Það er augljóst að þeir fylgja ekki reglum um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). Þetta setur fjárhagslegt vistkerfi Evrópu í hættu.“ Hann lét einnig í sér heyra varðandi Manchester City, en Englandsmeistararnir voru árið 2020 dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir brot á reglum um fjárhagslegt háttvísi. Alþjóðaíþróttadómstóllinn CAS snéri dómnum þó við og félagið þurfti því aldrei að taka út bannið. „Á einum tímapunkti voru 68 prósent af tekjum Manchester City auglýsingatekjur. Real Madrid var með 54 prósent í gegnum auglýsingatekjur. Það er ómögulegt. Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði. Þeir fengu á sig dóm, en honum var snúið við,“ sagði Tebas að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira