„Eigum heima í þessari deild“ Jón Már Ferro og Atli Arason skrifa 19. júní 2022 17:00 Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður KR, segir liðið eiga heima í deild þeirra bestu. vísir/daníel Guðmunda Brynja, framherji KR var að vonum mjög glöð eftir góðan 1-3 sigur í Keflavík í rigningu og roki. „Svakalega glöð, það er erfitt að koma til Keflavíkur og taka þrjú stig. Við erum líka búnar að vera á góðu róli og gott að klára leikina núna, þannig að þessi þrjú stig voru mjög mikilvæg fyrir baráttuna,“ sagði Guðmunda Brynja í samtali við Vísi eftir leik. Mikill stígandi hefur verið í leik KR frá upphafi tímabils. Fyrsti leikurinn mótsins var einmitt á móti Keflavík á Meistaravöllum þar sem KR steinlá 0-4. „Við höfum fengið háskólastelpurnar til baka og útlendingarnir komnir loksins inn, svo bara ákváðum við að pressa hærra á vellinum og vinna boltann ofar. Það er að henta okkur vel,“ svaraði Guðmunda aðspurð út í stíganda í leik liðsins frá upphafi móts. Guðmunda er brött fyrir framhaldinu í mótinu og telur að fleiri sigurleikir séu á leiðinni. „Já ég held það, við erum búnar að spila mjög vel núna síðustu þrjá deildarleiki og spiluðum vel á móti Val í bikarleiknum, við erum búnar að sýna það að við eigum heima í þessari deild og sigrarnir koma. Ég meina það er bara hálfleikur núna, fyrsti leikurinn í seinni umferðinni er byrjaður og við erum búnar að vinna jafn marga leiki og við gerðum í fyrri umferðinni. Þannig við byrjum allavega vel, ég held það komi bara fleiri sigrar.“ Langt hlé kemur á deildinni núna. Guðmunda á von á því að Christopher, annar af þjálfurum KR, láti þær æfa stíft á meðan. „Ég er nokkuð viss um að Christopher láti okkur hlaupa mjög mikið, þannig við erum bara að fara inn í undirbúningstímabil og getum núna bara stillt okkar leik og gert enn betur. Honum [Christopher] finnst gaman að hlaupa og pressa, þannig ég held við förum bara í þannig æfingar og æfum pressuna betur og uppspilið, þannig ég held við verðum bara flottar þegar hléið er búið,“ sagði Guðmunda að lokum. Besta deild kvenna Íslenski boltinn KR Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
„Svakalega glöð, það er erfitt að koma til Keflavíkur og taka þrjú stig. Við erum líka búnar að vera á góðu róli og gott að klára leikina núna, þannig að þessi þrjú stig voru mjög mikilvæg fyrir baráttuna,“ sagði Guðmunda Brynja í samtali við Vísi eftir leik. Mikill stígandi hefur verið í leik KR frá upphafi tímabils. Fyrsti leikurinn mótsins var einmitt á móti Keflavík á Meistaravöllum þar sem KR steinlá 0-4. „Við höfum fengið háskólastelpurnar til baka og útlendingarnir komnir loksins inn, svo bara ákváðum við að pressa hærra á vellinum og vinna boltann ofar. Það er að henta okkur vel,“ svaraði Guðmunda aðspurð út í stíganda í leik liðsins frá upphafi móts. Guðmunda er brött fyrir framhaldinu í mótinu og telur að fleiri sigurleikir séu á leiðinni. „Já ég held það, við erum búnar að spila mjög vel núna síðustu þrjá deildarleiki og spiluðum vel á móti Val í bikarleiknum, við erum búnar að sýna það að við eigum heima í þessari deild og sigrarnir koma. Ég meina það er bara hálfleikur núna, fyrsti leikurinn í seinni umferðinni er byrjaður og við erum búnar að vinna jafn marga leiki og við gerðum í fyrri umferðinni. Þannig við byrjum allavega vel, ég held það komi bara fleiri sigrar.“ Langt hlé kemur á deildinni núna. Guðmunda á von á því að Christopher, annar af þjálfurum KR, láti þær æfa stíft á meðan. „Ég er nokkuð viss um að Christopher láti okkur hlaupa mjög mikið, þannig við erum bara að fara inn í undirbúningstímabil og getum núna bara stillt okkar leik og gert enn betur. Honum [Christopher] finnst gaman að hlaupa og pressa, þannig ég held við förum bara í þannig æfingar og æfum pressuna betur og uppspilið, þannig ég held við verðum bara flottar þegar hléið er búið,“ sagði Guðmunda að lokum.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn KR Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira