Fimm dagar í EM: Leit upp til Gerrards en flautæfingarnar hafa engu skilað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júlí 2022 11:00 Alexandra Jóhannsdóttir í leik á móti Tékkum á SheBelievesCup í febrúar. Getty/Ric Tapia Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hafnfirski miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er næst í röðinni. Alexandra, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hún lék sextán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Pepsi Max deildinni 2017 og var valin besti ungi leikmaður Íslandsmótsins. Hún samdi í kjölfarið við Breiðablik. Alexandra lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hún gekk í raðir Frankfurt í Þýskalandi í ársbyrjun 2021. Tækifærin hjá liðinu hafa verið af skornum skammti og því var Alexandra lánuð til Breiðabliks í sumar. Hún hefur leikið níu leiki í deild og bikar með Breiðabliki og skorað þrjú mörk. Alexandra snýr væntanlega aftur til Frankfurt eftir Evrópumótið. Alexandra hefur alls leikið 74 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 31 mark. Í síðustu viku lék Alexandra sinn 24. landsleik þegar hún kom inn á undir lokin í 1-3 sigrinum á Póllandi. Í landsleikjunum 24 hefur hún skorað þrjú mörk. Alexandra í bikarúrslitaleik Frankfurt og Wolfsburg í fyrra.getty/Alex Gottschalk Fyrsti meistaraflokksleikur? 2015 með Haukum. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Bætti mig allavegana mest hjá Breiðablik þannig ætli það sé ekki Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Greatest showman. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur, öll fjölskyldan mætir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var í heilbrigðisverkfræði áður en ég flutti til Þýskalands Í hvernig skóm spilarðu? Puma ultra. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Block! Uppáhalds matur? Erfitt að gera upp á milli en mér finnst pítsa, nautakjöt og rækjur æði. Fyndnust í landsliðinu? Cessa. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Mér finnst alltaf allar mæta á réttum tíma, Dagný er oft seinust að mæta en aldrei sein samt. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? England. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf gaman að slappa af með herbergisfélaganum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Erfitt að velja. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Kann ekki að flauta þrátt fyrir stífar æfingar. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Alexandra, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum. Hún lék sextán leiki og skoraði tvö mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í Pepsi Max deildinni 2017 og var valin besti ungi leikmaður Íslandsmótsins. Hún samdi í kjölfarið við Breiðablik. Alexandra lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu. Hún gekk í raðir Frankfurt í Þýskalandi í ársbyrjun 2021. Tækifærin hjá liðinu hafa verið af skornum skammti og því var Alexandra lánuð til Breiðabliks í sumar. Hún hefur leikið níu leiki í deild og bikar með Breiðabliki og skorað þrjú mörk. Alexandra snýr væntanlega aftur til Frankfurt eftir Evrópumótið. Alexandra hefur alls leikið 74 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 31 mark. Í síðustu viku lék Alexandra sinn 24. landsleik þegar hún kom inn á undir lokin í 1-3 sigrinum á Póllandi. Í landsleikjunum 24 hefur hún skorað þrjú mörk. Alexandra í bikarúrslitaleik Frankfurt og Wolfsburg í fyrra.getty/Alex Gottschalk Fyrsti meistaraflokksleikur? 2015 með Haukum. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Bætti mig allavegana mest hjá Breiðablik þannig ætli það sé ekki Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Greatest showman. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur, öll fjölskyldan mætir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Var í heilbrigðisverkfræði áður en ég flutti til Þýskalands Í hvernig skóm spilarðu? Puma ultra. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Block! Uppáhalds matur? Erfitt að gera upp á milli en mér finnst pítsa, nautakjöt og rækjur æði. Fyndnust í landsliðinu? Cessa. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Mér finnst alltaf allar mæta á réttum tíma, Dagný er oft seinust að mæta en aldrei sein samt. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? England. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf gaman að slappa af með herbergisfélaganum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Erfitt að velja. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Kann ekki að flauta þrátt fyrir stífar æfingar.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira