Í því augnamiði hafði umhverfisstofnunin EPA lagt að ríkjum að takmarka útblástur við ákveðna tölu.
Málið var höfðað af Vestur-Virginíu fyrir hönd átján annarra ríkja sem óttuðust að þessar breytingar myndu leiða til þess að menn hættu að nota kol sem eldsneyti, sem aftur myndi valda efnahagsþrengingum hjá fjölda fólks sem starfar í þeim iðnaði.
Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar var sú að EPA sé óheimilt að legga á svo víðtækar reglur, heldur sé ríkjum það í sjálfsvald sett hvernig þau haga sínum umhverfismálum.