Fjórfalda flotann og hlakka til að láta Hopp „svitna aðeins“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 11:30 Adam Karl Helgason er framkvæmdastjóri ZOLO. Aðsend Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“ „Já, við erum í hálfgerðum skölunarfasa og erum að færa út kvíarnar, loksins að fara að spila þetta almennilega,“ segir Adam Karl Helgason, framkvæmdastjóri ZOLO, í samtali við fréttastofu. Adam segir að fjórföldun hjólaflotans geri fyrirtækinu kleift að lækka verðið úr 34 krónum á mínútu í 30 krónur, en startgjaldið verði áfram hundrað krónur. „Þegar við erum komin upp í þessa stærð þá sjáum við möguleikann á því að lækka okkur aðeins, enda viljum við halda verðinu viðráðanlegu.“ Stefnt er að því að langstærstur hluti flotans verði á höfuðborgarsvæðinu, eða um 900 stykki. Þó bætast 50 hjól við á Selfossi, en 50 hjól voru þar fyrir. „Við erum bara að svara þörfinni, miðað við notkunartölur töldum við alveg vera pláss fyrir fleiri hjól og við erum stolt af þessu skrefi,“ segir Adam. Samstarf við Strætó á döfinni Auk fjölgunar í flotanum og lægra verðs boðar ZOLO samstarf við Strætó, rétt eins og helsti keppinauturinn á markaðnum, Hopp, hefur gert. „Við höfum verið að leita hvort til annars,“ segir Adam, spurður hver hafi átt frumkvæðið að fyrirhuguðu samstarfi. „Við erum búin að vera í samtölum og samvinnu með Strætó, og þetta er eitthvað sem við stefnum á að ráðast í með haustinu. Þetta verður þá líklega tilbúið í byrjun 2023, en þá verður hægt að gera þetta allt inni á sama appinu,“ segir Adam. Hugmyndin er þá sú að hægt verði að bóka hjól og fylgjast með strætóferðum inni í sama smáforritinu, auk þess sem hægt verði að fylgjast með staðsetningu strætisvagna og hlaupahjóla í rauntíma, á þar til gerðum skjáum á völdum biðstöðvum Strætó. „Síðan höfum við verið í sambandi við þau, við viljum auðvitað gera appið eins aðgengilegt og þægilegt og hægt er. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi og Strætó er mjög viljugt til að bæta hlaupahjólunum inn í sinn rekstur og finna einhverja góða lendingu.“ Hoppað út í djúpu laugina Adam segir spennandi tíma fram undan hjá ZOLO, með auknum umsvifum. „Við erum bara svolítið að móta okkur upp á nýtt, komin með mun betri tækni og upplýsingar til að gera þetta enn fullkomnara. Við viljum geta svarað þörfum allra, vita hvar er best að vera á hverjum tíma og hvernig er best að nýta hjólin.“ Að sögn Adams er Hopp, sem er helsti samkeppnisaðilinn, með um þúsund hjól á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir spennandi að ráðast í aukna samkeppni. „Við byrjuðum á sama tíma, það er einhver mánuður á milli fyrirtækjanna árið 2019. Við höfum verið að taka þetta í hægari kantinum, enda bara fjölskyldufyrirtæki,“ segir Adam. Nú sé hins vegar komið að því að stækka við sig. „Það er bara gaman að láta þau svitna aðeins,“ segir Adam að lokum. Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Reykjavík Kópavogur Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
„Já, við erum í hálfgerðum skölunarfasa og erum að færa út kvíarnar, loksins að fara að spila þetta almennilega,“ segir Adam Karl Helgason, framkvæmdastjóri ZOLO, í samtali við fréttastofu. Adam segir að fjórföldun hjólaflotans geri fyrirtækinu kleift að lækka verðið úr 34 krónum á mínútu í 30 krónur, en startgjaldið verði áfram hundrað krónur. „Þegar við erum komin upp í þessa stærð þá sjáum við möguleikann á því að lækka okkur aðeins, enda viljum við halda verðinu viðráðanlegu.“ Stefnt er að því að langstærstur hluti flotans verði á höfuðborgarsvæðinu, eða um 900 stykki. Þó bætast 50 hjól við á Selfossi, en 50 hjól voru þar fyrir. „Við erum bara að svara þörfinni, miðað við notkunartölur töldum við alveg vera pláss fyrir fleiri hjól og við erum stolt af þessu skrefi,“ segir Adam. Samstarf við Strætó á döfinni Auk fjölgunar í flotanum og lægra verðs boðar ZOLO samstarf við Strætó, rétt eins og helsti keppinauturinn á markaðnum, Hopp, hefur gert. „Við höfum verið að leita hvort til annars,“ segir Adam, spurður hver hafi átt frumkvæðið að fyrirhuguðu samstarfi. „Við erum búin að vera í samtölum og samvinnu með Strætó, og þetta er eitthvað sem við stefnum á að ráðast í með haustinu. Þetta verður þá líklega tilbúið í byrjun 2023, en þá verður hægt að gera þetta allt inni á sama appinu,“ segir Adam. Hugmyndin er þá sú að hægt verði að bóka hjól og fylgjast með strætóferðum inni í sama smáforritinu, auk þess sem hægt verði að fylgjast með staðsetningu strætisvagna og hlaupahjóla í rauntíma, á þar til gerðum skjáum á völdum biðstöðvum Strætó. „Síðan höfum við verið í sambandi við þau, við viljum auðvitað gera appið eins aðgengilegt og þægilegt og hægt er. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi og Strætó er mjög viljugt til að bæta hlaupahjólunum inn í sinn rekstur og finna einhverja góða lendingu.“ Hoppað út í djúpu laugina Adam segir spennandi tíma fram undan hjá ZOLO, með auknum umsvifum. „Við erum bara svolítið að móta okkur upp á nýtt, komin með mun betri tækni og upplýsingar til að gera þetta enn fullkomnara. Við viljum geta svarað þörfum allra, vita hvar er best að vera á hverjum tíma og hvernig er best að nýta hjólin.“ Að sögn Adams er Hopp, sem er helsti samkeppnisaðilinn, með um þúsund hjól á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir spennandi að ráðast í aukna samkeppni. „Við byrjuðum á sama tíma, það er einhver mánuður á milli fyrirtækjanna árið 2019. Við höfum verið að taka þetta í hægari kantinum, enda bara fjölskyldufyrirtæki,“ segir Adam. Nú sé hins vegar komið að því að stækka við sig. „Það er bara gaman að láta þau svitna aðeins,“ segir Adam að lokum.
Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Reykjavík Kópavogur Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira