Schüller spilaði með Þjóðverjum í 4-0 sigrinum gegn Danmörku á föstudaginn í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Schüller skoraði annað mark liðsins.
Er þetta ekki fyrsta Covid smit sem greinist á Evrópumótinu þar sem Lotte Wubben-Moy, leikmaður Englands, Jackie Groenen, leikmaður Hollands, og Valentina Cernoia, leikmaður Ítalíu, greindust allar með veiruna síðustu tvo daga. Það liggur ekki fyrir hvar leikmennirnir nældu sér í veiruna.
Enginn skylda er fyrir leikmenn að fara í Covid-19 próf fyrir leiki mótsins samkvæmt reglugerð UEFA.
„Lea Schüller fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiru prófi. Hún er með væg einkenni en var um leið sett í einangrun. Hún mun koma aftur inn í hópinn um leið og hún nær aftur fullri heilsu og fær leyfi frá UEFA,“ segir í tilkynningu frá þýska knattspyrnusambandinu.
Næsta viðureign Þjóðverja á EM er stórleikur gegn Spáni á morgun þar sem Schüller verður augljóslega fjarri góðu gamni en hún er ein af lykil leikmönnum þýska landsliðsins.
ℹ️ Unfortunately, Lea Schüller has tested positive for Covid-19 and entered self-isolation. A potential return to the squad will be decided together with UEFA in line with the necessary medical procedures.
— Germany (@DFB_Team_EN) July 11, 2022
Wishing you a swift recovery, Lea! 💐
WIR #IMTEAM 🇩🇪 #WEURO2022 pic.twitter.com/Ljq0O3fqI6