Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur átt þátt í marki í tveimur fyrstu leikjunum á EM í Englandi, lagði upp markið á móti Belgíu og skoraði markið á móti Ítalíu í gær.
Karólína var mjög svekkt í leikslok í gær og þurfti á góðum stuðningi að halda frá bæði mömmu Gló og mömmu sinni, Fjólu Rún Þorleifsdóttur.
Fjóla var ekkert öfundsjúk að dóttir hennar sé farin að kalla Glódísi Perlu Viggósdóttur mömmu en þær Glódís Perla og Karólína Lea spila saman hjá Bayern München.
„Nei alls ekki og mér finnst það bara ofboðslega notalegt. Ég var svo ánægð þegar Glódís og Kristófer komu út og núna Cecelía líka. Það eru ótrúlegt tengsl þar á milli,“ sagði Fjóla í viðtali við Vísi á dögunum.
Eftir leikinn náði Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, síðan mynd af Vilhjálmi Kára Haraldssyni, föður Karólínu Leu, þegar hann var að taka mynd af báðum mömmum Karólínu Leu.
