Íslenska liðið situr í öðru sæti og tvö efstu sætin skila sæti í útsláttarkeppninni. Vandamálið er kannski að mótherjinn er gríðarlega sterkt lið Frakka.
Íslenska liðið getur tryggt sér sæti með sigri en jafntefli gæti einnig komið liðinu áfram. Þá gæti liðið farið áfram á tapi en í tveimur síðari tilfellunum þarf liðið að fara að treysta á úrslitin úr leik Ítalíu og Belgíu sem fer fram á sama tíma.
Það eru því miklar líkur á því að úrslitin úr leiknum í Manchester hafi mikil áhrif á lokaniðurstöðuna hjá íslensku stelpunum sem spila á sama tíma í Rotherham.
„Við munum að sjálfsögðu fylgjast með honum þótt við séum ekki beint að láta leikmenn vita um stöðuna í honum. Við erum samt ekki búin að fara yfir það nákvæmlega hvernig við munum gera þetta. Við höfum verið inn í Ítalíuleiknum og fókuseruð á það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
„Við höfum ekkert verið að horfa á skipuleg um hvernig við nálgumst Frakkaleikinn. Við verðum að fara yfir það í dag og á morgun. Það er einhver hlutir sem við tökum á þegar þar að kemur,“ sagði Þorsteinn fyrir æfingu liðsins í gær.
Það gæti verið smá útreikningur að finna út lokastöðu liðanna eftir leikina á mánudaginn.
„Já þetta getur orðið það. Þetta verður mjög spennandi og vonandi endum við bara á réttum stað. Markmiðið okkar í dag er að eiga góðan leik á móti Frakklandi og stefna á að ná að vinna leikinn,“ sagði Þorsteinn.