„Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 07:45 Hallbera Jóhannesdóttir og Gísli Gíslason ræddu við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Manchester í gær. VÍSIR/VILHELM Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við foreldra Hallberu Guðnýjar Gísladóttur og Elísu Viðarsdóttur í Manchester í gær, á meðan beðið er með óþreyju eftir leik Íslands og Frakklands á EM sem fram fer í Rotherham í kvöld. Hallbera og Gísli, foreldrar Hallberu, hafa verið á meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins á EM og notið þess að fylgjast með spennuleikjunum við Belgíu og Ítalíu, sem báðir enduðu 1-1. „Við fylgjum stelpunum hvert sem er. Þessar landsliðsstelpur, þessi hópur, þetta eru svo klárar og flottar stelpur að það er ekki annað hægt en að fylgja þeim bara út í hið óendanlega,“ sagði Gísli sem er fyrrverandi varaformaður KSÍ. Þau Hallbera og Gísli munu ferðast á leikinn í Rotherham í dag í rútu, með stórum aðstandendahópum félaga Hallberu úr vörninni, þeirra Guðrúnar Arnardóttur og Glódísar Perlu Viggósdóttur „Það verður sungið og trallað. Það er þannig fólk um borð að þetta klikkar ekki,“ sagði Gísli en nýjasta þáttinn af EM í dag má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag - 17.júlí Hallberu hefur verið lýst af liðsfélögum sem miklum húmorista og foreldrarnir segja hana alltaf hafa verið mikinn gleðigjafa: „Hún var alveg ógeðslega skemmtilegur krakki. Í minningunni þá var hún aldrei óþekk en svolítið uppátækjasöm, en hún var alltaf skemmtileg,“ sagði Hallbera. Hallbera Guðný Gísladóttir og foreldrar hennar hittust í Manchester í gær.VÍSIR/VILHELM Hallbera yngri verður 36 ára í september en þrátt fyrir að vera ein sú elsta í hópnum hefur hún verið öryggið uppmálað í vörn íslenska liðsins á mótinu. „Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín,“ sagði Gísli léttur. „Hún er alltaf ung í anda og fer vel með sig, og sýnir það á vellinum og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur utan vallar líka,“ bætti hann við áður en talið barst að vatnsblöðruárásum feðginanna heima á Akranesi í gegnum árin. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Svava Kristín einnig við fjölskyldu Elísu Viðarsdóttur sem mætt er í fjórða sinn á Evrópumót. Leikur Íslands og Frakklands á EM hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og verður ítarlega fjallað um hann hér á Vísi í allan dag. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Hallbera og Gísli, foreldrar Hallberu, hafa verið á meðal stuðningsmanna íslenska landsliðsins á EM og notið þess að fylgjast með spennuleikjunum við Belgíu og Ítalíu, sem báðir enduðu 1-1. „Við fylgjum stelpunum hvert sem er. Þessar landsliðsstelpur, þessi hópur, þetta eru svo klárar og flottar stelpur að það er ekki annað hægt en að fylgja þeim bara út í hið óendanlega,“ sagði Gísli sem er fyrrverandi varaformaður KSÍ. Þau Hallbera og Gísli munu ferðast á leikinn í Rotherham í dag í rútu, með stórum aðstandendahópum félaga Hallberu úr vörninni, þeirra Guðrúnar Arnardóttur og Glódísar Perlu Viggósdóttur „Það verður sungið og trallað. Það er þannig fólk um borð að þetta klikkar ekki,“ sagði Gísli en nýjasta þáttinn af EM í dag má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag - 17.júlí Hallberu hefur verið lýst af liðsfélögum sem miklum húmorista og foreldrarnir segja hana alltaf hafa verið mikinn gleðigjafa: „Hún var alveg ógeðslega skemmtilegur krakki. Í minningunni þá var hún aldrei óþekk en svolítið uppátækjasöm, en hún var alltaf skemmtileg,“ sagði Hallbera. Hallbera Guðný Gísladóttir og foreldrar hennar hittust í Manchester í gær.VÍSIR/VILHELM Hallbera yngri verður 36 ára í september en þrátt fyrir að vera ein sú elsta í hópnum hefur hún verið öryggið uppmálað í vörn íslenska liðsins á mótinu. „Það er vegna þess að hún er alltaf litla stelpan mín,“ sagði Gísli léttur. „Hún er alltaf ung í anda og fer vel með sig, og sýnir það á vellinum og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur utan vallar líka,“ bætti hann við áður en talið barst að vatnsblöðruárásum feðginanna heima á Akranesi í gegnum árin. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Svava Kristín einnig við fjölskyldu Elísu Viðarsdóttur sem mætt er í fjórða sinn á Evrópumót. Leikur Íslands og Frakklands á EM hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og verður ítarlega fjallað um hann hér á Vísi í allan dag.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira