Skaut Marokkó í úrslit Afríkumótsins í fyrsta skipti án þess að vita það Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 16:45 Rosella Ayane reyndist hetja Marokkó í undanúrslitum Afríkumótsins í gær. Twitter/@CAF_Online Marokkó er á leið í úrslitaleik Afríkumóts kvenna í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögunni eftir sigur gegn Nígeríu í vítaspyrnukeppni í gær. Hetja liðsins virtist þó ekki átta sig á því að hún hafði tryggt liðinu sigur. Rosella Ayane er nafn sem líklega fæstir Íslendingar kannast við. Hún reyndist þó hetja Marokkó þegar liðið mætti Nígeríu í undanúrslitum Afríkómóts kvenna í knattspyrnu í gær. Leikur Marokkó og Nígeríu bauð upp á allt sem góður knattspyrnuleikur þarf að bera. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni, tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og leikið var fyrir framan metfjölda áhorfenda, en tæplega 46 þúsund áhorfendur voru mættir á völlinn. Nígeríska liðið tók forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik áður en Uchenna Kanu, framherji liðsins lét reka sig af velli með beint rautt spjald eftir um klukkutíma leik. Marokkósku stelpurnar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu metin fáeinum mínútum síðar. Þrátt fyrir að spila tveimur mönnum fleiri seinustu tuttugu mínútur leiksins eftir að Rasheedat Ajibade lét reka sig af velli í liði Nígeríu tókst Marokkó ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma. Ekki tókst það heldur í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Fór það svo að nígersíska liðið klikkaði á einni spyrnu, en það marokkóska skoraði úr öllum sínum fimm spyrnum. Áðurnefnd Rosella Ayane tók seinustu spyrnu Marokkó og tryggði liðinu sigur, og þar með sæti í úrslitum. Ayane virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hennar spyrna hafi ráðið úrslitum og tók það hana nokkrar langar sekúndur að átta sig á því hvað hefði gerst. Myndband af þessu skondna atviki má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. 🇲🇦 Last night, in front of a record crowd of over 45 500, Rosella Ayane sent @EnMaroc through to their first ever @CAFwomen final.😅 It did take her a second to realize she had won it...pic.twitter.com/7VLfV1OxYc— COPA90 (@Copa90) July 19, 2022 Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Rosella Ayane er nafn sem líklega fæstir Íslendingar kannast við. Hún reyndist þó hetja Marokkó þegar liðið mætti Nígeríu í undanúrslitum Afríkómóts kvenna í knattspyrnu í gær. Leikur Marokkó og Nígeríu bauð upp á allt sem góður knattspyrnuleikur þarf að bera. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni, tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og leikið var fyrir framan metfjölda áhorfenda, en tæplega 46 þúsund áhorfendur voru mættir á völlinn. Nígeríska liðið tók forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik áður en Uchenna Kanu, framherji liðsins lét reka sig af velli með beint rautt spjald eftir um klukkutíma leik. Marokkósku stelpurnar nýttu sér liðsmuninn og jöfnuðu metin fáeinum mínútum síðar. Þrátt fyrir að spila tveimur mönnum fleiri seinustu tuttugu mínútur leiksins eftir að Rasheedat Ajibade lét reka sig af velli í liði Nígeríu tókst Marokkó ekki að tryggja sér sigur í venjulegum leiktíma. Ekki tókst það heldur í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Fór það svo að nígersíska liðið klikkaði á einni spyrnu, en það marokkóska skoraði úr öllum sínum fimm spyrnum. Áðurnefnd Rosella Ayane tók seinustu spyrnu Marokkó og tryggði liðinu sigur, og þar með sæti í úrslitum. Ayane virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hennar spyrna hafi ráðið úrslitum og tók það hana nokkrar langar sekúndur að átta sig á því hvað hefði gerst. Myndband af þessu skondna atviki má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. 🇲🇦 Last night, in front of a record crowd of over 45 500, Rosella Ayane sent @EnMaroc through to their first ever @CAFwomen final.😅 It did take her a second to realize she had won it...pic.twitter.com/7VLfV1OxYc— COPA90 (@Copa90) July 19, 2022
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira