Fyndnustu gæludýramyndir ársins Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2022 10:01 Forsvarsmenn hinnar árlegu Comedy Pet Photo Awards gæludýraljósmyndakeppninnar hafa valið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Fjölmargar myndir af kostulegum dýrum bárust í keppnina. Hundruð ljósmynda bárust þetta árið frá nærri því sjötíu löndum heimsins. Dómarar hafa valið myndirnar sem keppa til úrslita og má sjá þær hér að neðan. Comedy Pet Photo Awards eru haldin árlega og er þeim ætlað að vekja athygli á dýravernd og safna peningum fyrir dýraverndarsamtök. Sömu aðilar halda utan um Comedy Wildlife Photography Awards. Sjá einnig: Þjáning apans fyndnasta dýralífsmynd ársins Í ár verður almenningi gert kleift að taka þátt í ljósmyndakeppninni og kjósa um vinsælustu myndina. Hægt er að fara á vef hennar og velja hvaða mynd er fyndnust. Úrslit keppninnar verða tilkynnt í september. Í fyrra vann mynd af hvolpi sem prumpar sápukúlum. Myndirnar sem keppa til úrslitia má sjá hér að neðan. Þetta Alpacadýr hefur gengið í gegnum erfiða tíma.Stefan Brusius/Animal Friends Comedy Pets Hinn tíu mánaða gamli Nilo elskar vatn. Sumir halda því fram að hann elski vatn of mikið og myndin er vatn á myllu þeirra.Jose Bayon/Animal Friends Comedy Pets Lissi situr við matarborðið og er augljóslega ekki sátt við matinn.Karl Goldhamer/Animal Friends Comedy Pets Nei, nú hafa vísindamenn gengið of langt!Kenichi Morinaga/Animal Friends Comedy Pets Ekki beint þægileg sjón á rauðu ljósi.Mehmet Aslan/Animal Friends Comedy Pets Geeeeeeerðu það. Rosie vill nammi og það kemur ef til vill engum á óvart, en hún fékk nammið.Sarah Fiona Helme/Animal Friends Comedy Pets Kötturinn CK er nú aldeilis hlessa.Beth Noble/Animal Friends Comedy Pets Varúlfar þurfa líka að slappa af.Karl Goldhamer/Animal Friends Comedy Pets Klifurköttur reynir að komast út.Kazutoshi ONO/Animal Friends Comedy Pets Krúttleg vinátta, eða rannsóknarvinna fyrir koddaframleiðslu.Peter Chech/Animal Friends Comedy Pets Penny að gera sitt allra besta í að herma eftir Sid í Ice Age kvikmyndunum.Holly Stranks/Animal Friends Comedy Pets Kanínan Fibunacci er víst algjör snyrtipinni. Hér má sjá hann hreinsa eyrun sín.Sarah von Keitz/Animal Friends Comedy Pets Þessi mynd af gæs væri frábær í einhverskonar ljósmynda-hryllingskeppni.Stefan Brusius/Animal Friends Comedy Pets Benji vill ekki að bróðir hans Doug fái of mikla athygli eða of mikið nammi.Lucy Sellors-Duval/Animal Friends Comedy Pets David og Dudley eru hinir bestu vinir. Báðir ákváðu að sleppa því að fara í klippingu í Covid.Judy Nussenblatt/Animal Friends Comedy Pets Muttley er feiminn hundur og það gekk erfiðlega að ná góðum myndum af honum.Bernard Sim/Animal Friends Comedy Pets Max finnst gaman að leika sér í vatni. Hér er vert að taka fram að Max er hundur, ekki broddgöltur.Alessandro Po/Animal Friends Comedy Pets Candy er stórmeistari í skák.Jonathan Casey/Animal Friends Comedy Pets Móðir kennir syni sínum hvernig á að haga sér í myndatökum.Radim Filipek/Animal Friends Comedy Pets Nýstárlegt japanskt listaverk.Kazutoshi Ono/Animal Friends Comedy Pets Oscar kann svo sannarlega á manneskjurnar sem hann á.Neville Tait/Animal Friends Comedy Pets Hundurinn Carter breyttist í einhvers konar ófreskju þegar hann upplfiði snjó í fyrsta sinn.Marko Jovanovic/Animal Friends Comedy Pets Köttur á í basli með að hlaða upp myndunum sínum.Kenichi Morinaga/Animal Friends Comedy Pets Hundurinn Star er, einhverra hluta vegna, lafandi hræddur við tennisbolta.Christopher Johnson/Animal Friends Comedy Pets Þessum finnst gott að láta kitla sig.Bob Moore/Animal Friends Comedy Pets Ævintýraþráin leiddi hann Jack í smá ógöngur.Freya Sharpe/Animal Friends Comedy Pets Dýr Grín og gaman Gæludýr Ljósmyndun Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Hundruð ljósmynda bárust þetta árið frá nærri því sjötíu löndum heimsins. Dómarar hafa valið myndirnar sem keppa til úrslita og má sjá þær hér að neðan. Comedy Pet Photo Awards eru haldin árlega og er þeim ætlað að vekja athygli á dýravernd og safna peningum fyrir dýraverndarsamtök. Sömu aðilar halda utan um Comedy Wildlife Photography Awards. Sjá einnig: Þjáning apans fyndnasta dýralífsmynd ársins Í ár verður almenningi gert kleift að taka þátt í ljósmyndakeppninni og kjósa um vinsælustu myndina. Hægt er að fara á vef hennar og velja hvaða mynd er fyndnust. Úrslit keppninnar verða tilkynnt í september. Í fyrra vann mynd af hvolpi sem prumpar sápukúlum. Myndirnar sem keppa til úrslitia má sjá hér að neðan. Þetta Alpacadýr hefur gengið í gegnum erfiða tíma.Stefan Brusius/Animal Friends Comedy Pets Hinn tíu mánaða gamli Nilo elskar vatn. Sumir halda því fram að hann elski vatn of mikið og myndin er vatn á myllu þeirra.Jose Bayon/Animal Friends Comedy Pets Lissi situr við matarborðið og er augljóslega ekki sátt við matinn.Karl Goldhamer/Animal Friends Comedy Pets Nei, nú hafa vísindamenn gengið of langt!Kenichi Morinaga/Animal Friends Comedy Pets Ekki beint þægileg sjón á rauðu ljósi.Mehmet Aslan/Animal Friends Comedy Pets Geeeeeeerðu það. Rosie vill nammi og það kemur ef til vill engum á óvart, en hún fékk nammið.Sarah Fiona Helme/Animal Friends Comedy Pets Kötturinn CK er nú aldeilis hlessa.Beth Noble/Animal Friends Comedy Pets Varúlfar þurfa líka að slappa af.Karl Goldhamer/Animal Friends Comedy Pets Klifurköttur reynir að komast út.Kazutoshi ONO/Animal Friends Comedy Pets Krúttleg vinátta, eða rannsóknarvinna fyrir koddaframleiðslu.Peter Chech/Animal Friends Comedy Pets Penny að gera sitt allra besta í að herma eftir Sid í Ice Age kvikmyndunum.Holly Stranks/Animal Friends Comedy Pets Kanínan Fibunacci er víst algjör snyrtipinni. Hér má sjá hann hreinsa eyrun sín.Sarah von Keitz/Animal Friends Comedy Pets Þessi mynd af gæs væri frábær í einhverskonar ljósmynda-hryllingskeppni.Stefan Brusius/Animal Friends Comedy Pets Benji vill ekki að bróðir hans Doug fái of mikla athygli eða of mikið nammi.Lucy Sellors-Duval/Animal Friends Comedy Pets David og Dudley eru hinir bestu vinir. Báðir ákváðu að sleppa því að fara í klippingu í Covid.Judy Nussenblatt/Animal Friends Comedy Pets Muttley er feiminn hundur og það gekk erfiðlega að ná góðum myndum af honum.Bernard Sim/Animal Friends Comedy Pets Max finnst gaman að leika sér í vatni. Hér er vert að taka fram að Max er hundur, ekki broddgöltur.Alessandro Po/Animal Friends Comedy Pets Candy er stórmeistari í skák.Jonathan Casey/Animal Friends Comedy Pets Móðir kennir syni sínum hvernig á að haga sér í myndatökum.Radim Filipek/Animal Friends Comedy Pets Nýstárlegt japanskt listaverk.Kazutoshi Ono/Animal Friends Comedy Pets Oscar kann svo sannarlega á manneskjurnar sem hann á.Neville Tait/Animal Friends Comedy Pets Hundurinn Carter breyttist í einhvers konar ófreskju þegar hann upplfiði snjó í fyrsta sinn.Marko Jovanovic/Animal Friends Comedy Pets Köttur á í basli með að hlaða upp myndunum sínum.Kenichi Morinaga/Animal Friends Comedy Pets Hundurinn Star er, einhverra hluta vegna, lafandi hræddur við tennisbolta.Christopher Johnson/Animal Friends Comedy Pets Þessum finnst gott að láta kitla sig.Bob Moore/Animal Friends Comedy Pets Ævintýraþráin leiddi hann Jack í smá ógöngur.Freya Sharpe/Animal Friends Comedy Pets
Dýr Grín og gaman Gæludýr Ljósmyndun Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira