Perla Sól vann sögulegan sigur Hjörvar Ólafsson skrifar 23. júlí 2022 17:22 Perla Sól Sigurbrandsdóttir er feykilega efnilegur kylfingur og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum hennar. Mynd/Sigurður Elvar Þórólfsson Perla Sól Sigurbrandsdóttir, kylfingur úr GR, gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi á Evrópumeistaramóti 16 ára og yngri í golfi, European Young Masters, sem fram fór í Finnlandi. Keppni á mótinu var afar jöfn og spennandi en Perla Sól tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt sem tryggði henni sigurinn. Hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna. Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur voru á mótinu að þessu sinni. Perla Sól, sem er fædd árið 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á tveimur höggum undir pari Linna vallarins en hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins. Keppendur Íslands á þessu móti en auk Perlu Sólar voru það Skúli Gunnar Ágústsson, GA, Veigar Heiðarsson, GA, og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Þau enduðu í 14. sæti í liðakeppninni. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Keppni á mótinu var afar jöfn og spennandi en Perla Sól tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt sem tryggði henni sigurinn. Hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna. Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur voru á mótinu að þessu sinni. Perla Sól, sem er fædd árið 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á tveimur höggum undir pari Linna vallarins en hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins. Keppendur Íslands á þessu móti en auk Perlu Sólar voru það Skúli Gunnar Ágústsson, GA, Veigar Heiðarsson, GA, og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Þau enduðu í 14. sæti í liðakeppninni.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira