Einn treyja er unninn úr 13 og hálfri eins lítra plastflöskum en félagið vil með þessu vekja áhuga stuðningsmanna liðsins sem og annara á loftslagsbreytingum. Á ermum treyjurnar er 151 lína en hver lína táknar meðalhitastig á jörðinni frá árinu 1871, árið sem félagið var stofnað.

Bláu línurnar gefa til kynna að árið var kaldra en meðalhiti allra áranna 151 frá stofnun félagsins en rauðu litirnir gefa til kynna að árið var heitara en meðalhitinn á þessu tímabili.
„Við vonumst til þess að treyjan hvetji til fleiri umræður um loftslagsbreytingar á meðal stuðningsmanna,“ sagði Tim Kilpatrick, sölu- og markaðsstjóri Reading, í tilkynningu frá félaginu.
„Við erum ekki fullkomin en þetta er upphaf einhverskonar ferðalags. Við erum ekki að reyna að breyta heiminum á einni nóttu. Við miðum af því að minnka okkar kolefnisfótspor sem fótboltaklúbbur og gefa stuðningsmönnum okkar tækifæri á því að koma með okkur í það ferðalag,“ bætti Kilpatrick við.
We’re proud to unveil our 2022-23 @MacronSports home kit. Alongside the classic blue and white hoops this season, sit stripes!
— Reading FC (@ReadingFC) July 25, 2022
We can’t do everything, but we can’t do nothing. Let @UniofReading warming stripes start your climate conversation!#ShowYourStripes #HoopsForTheFuture