Enski boltinn

Ras­h­ford og 32 ára ný­liði í fyrsta lands­liðs­hópi Tuchels

Sindri Sverrisson skrifar
Marcus Rashford hefur unnið sig aftur inn í enska landsliðið með frammistöðu sinni hjá Aston Villa.
Marcus Rashford hefur unnið sig aftur inn í enska landsliðið með frammistöðu sinni hjá Aston Villa. Getty/Catherine Ivill

Thomas Tuchel hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Marcus Rashford er í hópnum, í fyrsta sinn í tólf mánuði.

Dan Burn úr Newcastle og Myles Lewis-Skelly úr Arsenal eru nú valdir í fyrsta sinn en hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Burn er 32 ára gamall og gæti orðið elsti nýliði enska landsliðsins síðan Kevin Davies spilaði árið 2010, þá 33 ára gamall.

England á fyrir höndum leiki við Albaníu og Lettland 21. og 24. mars en það eru fyrstu leikirnir í undankeppni HM. Í riðlinum eru einnig Andorra og Serbía.

Markmenn:

  • Jordan Pickford
  • Dean Henderson
  • Aaron Ramsdale
  • James Trafford

Varnarmenn:

  • Marc Guehi
  • Reece James
  • Levi Colwill
  • Ezri Konsa
  • Tino Livramento
  • Jarell Quansah
  • Dan Burn
  • Kyle Walker
  • Myles Lewis-Skelly

Miðjumenn:

  • Jude Bellingham
  • Eberechi Eze
  • Jordan Henderson
  • Curtis Jones
  • Cole Palmer
  • Declan Rice
  • Morgan Rogers

Sóknarmenn:

  • Anthony Gordon
  • Jarrod Bowen
  • Phil Foden
  • Marcus Rashford
  • Dominic Solanke
  • Harry Kane



Fleiri fréttir

Sjá meira


×