„Á hverju ári er ég spenntur fyrir því að deila sumarlagalistanum mínum því ég læri um svo marga nýja listamenn út frá svörum ykkar. Það er dæmi um það hvernig tónlist getur í raun leitt okkur öll saman,“ sagði Obama áður en hann lagði fram spurninguna:
„Hér er það sem ég hef verið að hlusta á í sumar. Hvaða lögum myndir þú bæta við?“
Ef marka má listann sem hann deildi virðist Obama vera í góðum gír þetta sumarið og vera kominn með vel valin lög til þess að dilla sér við.
Deildi einnig bókum sumarsins
„Ég hef lesið nokkrar frábærar bækur á þessu ári og langaði að deila nokkrum af mínum uppáhalds. Hvað hefur þú verið að lesa í sumar?“ Setti hann einnig inn í færslu skömmu áður. Hann hefur verið að fá fjöldann allan af svörum þegar kemur að tónlistinni og bókunum og er eflaust kominn með innblástur fyrir lagalista framtíðarinnar.