Þessi 19 ára miðjumaður er uppalinn hjá HK og hefur leikið með Kópavogsfélaginu allan sinn feril, ef frá er talinn stuttur lánstími hjá enska félaginu Brentford.
Það er Örebro sem greinir frá vistaskiptum Valgeirs á heimasíðu sinni, en einnig hefur umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon sagt frá félagsskiptunum á Twitter-síðu sinni.
Valgeir Valgeirsson (2002) has signed for Örebro in Sweden. He joins them from HK in Iceland. Congrats 📄✍🏼🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/uL3dQdk1aV
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 29, 2022
Þrátt fyrir ungan aldur á Valgeir að baki 76 leiki fyrir HK í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað tíu mörk. Þar af hefur hann leikið 56 leiki í efstu deild hér á Íslandi, en HK leikur nú í Lengjudeildinni þar sem Valgeir hefur skorað eitt mark í átta leikjum á þessu tímabili.
Hann heldur nú til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með Örebro í sænsku B-deildinni. Liðið situr í níunda sæti deildarinnar með 23 stig eftir fimmtán leiki, aðeins þrem stigum á eftir Brage sem situr í öðru sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin í deildinni fara beint upp í sænsku úrvalsdeildina, en þriðja sætið fer í umspil.
Hjá Örebro hittir Valgeir fyrir annan Íslending, en varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson er á mála hjá liðinu.