Shakira, sem heitir fullu nafni Shakira Isabel Mebarak Ripoll, er sögð hafa svikið undan skatti á árunum 2012 til 2014. Hún hefur verið búsett á Spáni í rúman áratug eftir að hún giftist fótboltakappanum Gerard Piqué en þau eiga saman tvö börn. Þau skildu hins vegar nýverið eftir ellefu ára sambúð.
Saksóknarar fara auk fangelsisvistarinnar fram á að Shakira greiði 24 milljónir evra, eða um 3,3 milljarða króna, sekt.
Shakira neitaði í vikunni að komast að samkomulagi um vægari refsingu og ákvað þess í stað að fara með málið fyrir dóm. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær aðalmeðferð hefst í máli hennar.
Samskiptateymi stjörnunnar segir að hún hafi alltaf uppfyllt sínar skattaskyldu og að hún hafi þegar greitt niður það sem hún er sögð skulda, auk þess sem hún hafi bætt við þremur milljónum evra í vexti.
Saksóknarar segja að Shakira hafi varið að minnsta kosti hálfu ári á hverju ári milli 2012 og 2014 á Spáni og ætti því að hafa borgað skatta í landinu.