Missti af Þjóðhátíð fyrir Ólympíuleikana, Jordan og Magic Elísabet Hanna skrifar 30. júlí 2022 20:01 Hjónin ásamt barnabörnum sínum. Elísabet Hanna Sigmar Þröstur Óskarsson hefur alltaf mætt á Þjóðhátíð nema árið 1992 þegar hann missti af hátíðinni því sem hann var staddur í Barcelona að keppa á Ólympíuleikunum. Þar hitti hann Michael Jordan og Magic Johnson. Sigmar sem keppti í handbolta segir það einu afsökunina sem sé boðleg til þess að missa af hátíðinni. Blaðamaður Vísis náði tali af honum þar sem hann var staddur í hvíta tjaldi fjölskyldunnar ásamt eiginkonu sinni Vilborgu Friðriksdóttur og barnabörnum þeirra: Aron Gauta og Helenu. Vilborg mætti þó á hátíðina árið sem Sigmar var að keppa á Ólympíuleikunum en hvergi var að sjá Jordan né Magic í brekkunni. Klippa: Sigmar missti af Þjóðhátíð fyrir Ólympíuleikana 1992 Mætt tvíefld í dalinn Í ár mættu þau tvíefld í dalinn eftir að hátíðin féll niður síðustu tvö ár „Við tjölduðum í garðinum heima og skemmtum okkur vel,“ segja þau þó um árin sem hátíðin féll niður. „Við notuðum þetta tveggja ára tímabil til þess að stækka við okkur, fengum okkur stærra tjald og æfðum okkur heima og það kemur bara vel út,“ segja þau sátt við árangurinn. Hjónin eyddu gærkvöldinu heima að passa barnabörnin en ætla að mæta galvösk í brekkuna í kvöld. Bók um Þjóðhátíðarlögin Aðspurð hvað sé uppáhalds Þjóðhátíðarlagið er erfitt að velja en þó hafa þau skemmtilega tengingu við öll lögin: „Laufey systir gaf út bók með öllum þjóðhátíðarlögunum og hver og einn á sitt ártal sem hann fæðist og það er þeirra þjóðhátíðarlag,“ segir Sigmar. Saknar bekkjabílanna Úr öllum þeim minningum sem þau hafa sankað að sér í gegnum árin á Þjóðhátíð er það skemmtilegur ferðamáti sem stendur upp úr: „Bekkjabílarnir gömlu, þeir voru náttúrulega einstakir og þegar maður ólst upp með þeim, það er einstakt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir „Yfirleitt klárast hann“ Hrafnhildur Andrésdóttir stendur vaktina í veitingatjaldi ÍBV í dalnum um helgina og segir lundann yfirleitt seljast upp á hátíðinni en hún segir krakkana vera spennta að smakka. 30. júlí 2022 18:00 „Alltaf síðan ég fæddist“ Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir hefur aldrei misst af Þjóðhátíð á allri sinni lífstíð. Jafnvel þegar hátíðin féll niður tvö ár í röð vegna Covid var helgin haldin hátíðlega á Lóðahátíð sem fangaði andann. 30. júlí 2022 09:00 Lil Curly í Eyjum: „Það verður örugglega leiðinlegt í kvöld“ Lil Curly er mættur á Þjóðhátíð í sitt þriðja skipti en óttast þó að ná ekki að skemmta sér að sökum þess að uppáhalds tónlistarmaðurinn hans er ekki að koma fram. 29. júlí 2022 21:30 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Sigmar sem keppti í handbolta segir það einu afsökunina sem sé boðleg til þess að missa af hátíðinni. Blaðamaður Vísis náði tali af honum þar sem hann var staddur í hvíta tjaldi fjölskyldunnar ásamt eiginkonu sinni Vilborgu Friðriksdóttur og barnabörnum þeirra: Aron Gauta og Helenu. Vilborg mætti þó á hátíðina árið sem Sigmar var að keppa á Ólympíuleikunum en hvergi var að sjá Jordan né Magic í brekkunni. Klippa: Sigmar missti af Þjóðhátíð fyrir Ólympíuleikana 1992 Mætt tvíefld í dalinn Í ár mættu þau tvíefld í dalinn eftir að hátíðin féll niður síðustu tvö ár „Við tjölduðum í garðinum heima og skemmtum okkur vel,“ segja þau þó um árin sem hátíðin féll niður. „Við notuðum þetta tveggja ára tímabil til þess að stækka við okkur, fengum okkur stærra tjald og æfðum okkur heima og það kemur bara vel út,“ segja þau sátt við árangurinn. Hjónin eyddu gærkvöldinu heima að passa barnabörnin en ætla að mæta galvösk í brekkuna í kvöld. Bók um Þjóðhátíðarlögin Aðspurð hvað sé uppáhalds Þjóðhátíðarlagið er erfitt að velja en þó hafa þau skemmtilega tengingu við öll lögin: „Laufey systir gaf út bók með öllum þjóðhátíðarlögunum og hver og einn á sitt ártal sem hann fæðist og það er þeirra þjóðhátíðarlag,“ segir Sigmar. Saknar bekkjabílanna Úr öllum þeim minningum sem þau hafa sankað að sér í gegnum árin á Þjóðhátíð er það skemmtilegur ferðamáti sem stendur upp úr: „Bekkjabílarnir gömlu, þeir voru náttúrulega einstakir og þegar maður ólst upp með þeim, það er einstakt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir „Yfirleitt klárast hann“ Hrafnhildur Andrésdóttir stendur vaktina í veitingatjaldi ÍBV í dalnum um helgina og segir lundann yfirleitt seljast upp á hátíðinni en hún segir krakkana vera spennta að smakka. 30. júlí 2022 18:00 „Alltaf síðan ég fæddist“ Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir hefur aldrei misst af Þjóðhátíð á allri sinni lífstíð. Jafnvel þegar hátíðin féll niður tvö ár í röð vegna Covid var helgin haldin hátíðlega á Lóðahátíð sem fangaði andann. 30. júlí 2022 09:00 Lil Curly í Eyjum: „Það verður örugglega leiðinlegt í kvöld“ Lil Curly er mættur á Þjóðhátíð í sitt þriðja skipti en óttast þó að ná ekki að skemmta sér að sökum þess að uppáhalds tónlistarmaðurinn hans er ekki að koma fram. 29. júlí 2022 21:30 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Yfirleitt klárast hann“ Hrafnhildur Andrésdóttir stendur vaktina í veitingatjaldi ÍBV í dalnum um helgina og segir lundann yfirleitt seljast upp á hátíðinni en hún segir krakkana vera spennta að smakka. 30. júlí 2022 18:00
„Alltaf síðan ég fæddist“ Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir hefur aldrei misst af Þjóðhátíð á allri sinni lífstíð. Jafnvel þegar hátíðin féll niður tvö ár í röð vegna Covid var helgin haldin hátíðlega á Lóðahátíð sem fangaði andann. 30. júlí 2022 09:00
Lil Curly í Eyjum: „Það verður örugglega leiðinlegt í kvöld“ Lil Curly er mættur á Þjóðhátíð í sitt þriðja skipti en óttast þó að ná ekki að skemmta sér að sökum þess að uppáhalds tónlistarmaðurinn hans er ekki að koma fram. 29. júlí 2022 21:30