Finau með yfirburði er hann vann annað mótið í röð: „Yndislegar tvær vikur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 15:01 Finau er í miklu stuði þessa dagana. Mike Mulholland/Getty Images Tony Finau er í miklu stuði á PGA-mótaröðinni í golfi þessa dagana. Hann vann mót helgarinnar nokkuð örugglega og hefur nú fagnað sigri á tveimur mótum í röð. Finau lék vel alla fjóra leikdagana á Rocket Mortgage Classic-mótinu sem kláraðist í gær. Bandaríkjamaðurinn vann þar með annað mót sitt í röð en hann fagnaði einnig sigri á 3M Open-mótinu síðustu helgi. Sigur hans var aldrei í mikilli hættu á lokadeginum í gær. Hann fékk sex fugla á lokahringnum og einn skolla til að ljúka mótinu á 26 höggum undir pari. Hann var með töluvert forskot en þeir Patrick Cantlay, Cameron Young og Taylor Pendrith voru jafnir í öðru sæti á 21 höggi undir pari, fimm höggum á eftir Finau. Another week, another win @TonyFinauGolf wins the @RocketClassic by 5 shots for back-to-back victories. pic.twitter.com/nboOqPmmYw— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2022 „En yndislegar tvær vikur sem þetta hafa verið,“ sagði Finau við blaðamenn eftir mót. „Ég vann golfmót síðustu helgi en af einhverri ástæðu var ég hálfsúr eftir það því ég fékk skolla á lokaholunni,“ „Ég held að það hafi gefið mér aukakraft og hvatningu til að komast aftur á toppinn í þessari viku og sanna mig sem sigurvegara,“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Finau lék vel alla fjóra leikdagana á Rocket Mortgage Classic-mótinu sem kláraðist í gær. Bandaríkjamaðurinn vann þar með annað mót sitt í röð en hann fagnaði einnig sigri á 3M Open-mótinu síðustu helgi. Sigur hans var aldrei í mikilli hættu á lokadeginum í gær. Hann fékk sex fugla á lokahringnum og einn skolla til að ljúka mótinu á 26 höggum undir pari. Hann var með töluvert forskot en þeir Patrick Cantlay, Cameron Young og Taylor Pendrith voru jafnir í öðru sæti á 21 höggi undir pari, fimm höggum á eftir Finau. Another week, another win @TonyFinauGolf wins the @RocketClassic by 5 shots for back-to-back victories. pic.twitter.com/nboOqPmmYw— PGA TOUR (@PGATOUR) July 31, 2022 „En yndislegar tvær vikur sem þetta hafa verið,“ sagði Finau við blaðamenn eftir mót. „Ég vann golfmót síðustu helgi en af einhverri ástæðu var ég hálfsúr eftir það því ég fékk skolla á lokaholunni,“ „Ég held að það hafi gefið mér aukakraft og hvatningu til að komast aftur á toppinn í þessari viku og sanna mig sem sigurvegara,“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira