Skaut á stóru klúbbana í Englandi fyrir að vilja ekki hýsa leiki á EM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 11:00 Alex Scott starfaði fyrir BBC í kringum Evrópumótið í Englandi. Getty/Alex Pantling Það voru aðeins fjögur lið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem voru tilbúinn að taka við leikjum á EM kvenna í ár og hin sextán félögin fengu að heyra það frá Alex Scott eftir úrslitaleikinn. Evrópumót kvenna í fótbolta heppnaðist frábærlega og endaði með sögulegum úrslitaleik þar sem meira en 87 þúsund manns fylltu Wembley leikvanginn og sáu ensku stelpurnar koma með bikar heim sem ekkert enskt landslið hafði náð í 56 ár. Mótið fór fram út um allt England en það vakti þó athygli að flestir af stóru klúbbunum lánuðu ekki sína leikvanga í mótið. Einu ensku úrvalsdeildarliðin sem hýstu mótsleiki á sínum leikvöngum voru Manchester United (Old Trafford), Southampton (St Mary’s Stadium), Brighton (Falmer Stadium) og Brentford (Community Stadium). Fyrir vikið þurfti íslenska landsliðið að spila tvo af þremur leikjum sínum á hinum „pínulitla“ Academy Stadium í Manchester og það vakti mikla athygli þegar íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gagnrýndi það harðlega í apríl. Eflaust hefðu mun fleiri Íslendingar mætt út ef að það hefðu verið fleiri miðar í boði á þessa tvo fyrstu leiki íslenska liðsins. Alex Scott er fyrrum ensk landsliðskona og núverandi sjónvarpskona sem hefur líka komið sterk inn í umfjöllun um karlafótboltann í Englandi. Hún starfaði fyrir breska ríkisútvarpið á Evrópumótinu. Eftir úrslitaleikinn þá skaut Alex á ensku klúbbana sem neituðu að halda EM-leiki hjá sér. Here s @AlexScott reminding us all that 4 yrs ago when women s football needed larger stadia, many clubs said NOThey know who they are!! pic.twitter.com/rBWGDIFZ9E— nazir afzal (@nazirafzal) July 31, 2022 Scott var í beinni útsendingu í miðri sigurhátíð enska landsliðsins þegar hún ákvað að láta þessa klúbba heyra það. „Við skulum bara rifja það upp að árið 2018 vorum við að grátbiðja fólk hjá ensku úrvalsdeildarklúbbunum að leyfa okkur að spila EM leiki á þeirra völlum. Svo margir þeirra sem við töluðum við sögu nei. Ég vona að þau séu að horfa á sjálfa sig núna því þau voru ekki nógu hugrökk til að sjá sýnina okkar,“ sagði Scott. Ákvörðunin um leikvangana var tekin árið 2018 en árið eftir héldu Frakkar frábæra heimsmeistarakeppni og þar fóru menn að gera sér betur grein fyrir því í hversu mikilli sókn kvennaknattspyrnan er. Þá voru ensku klúbbarnir hins vegar búnir að segja nei. Enski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Evrópumót kvenna í fótbolta heppnaðist frábærlega og endaði með sögulegum úrslitaleik þar sem meira en 87 þúsund manns fylltu Wembley leikvanginn og sáu ensku stelpurnar koma með bikar heim sem ekkert enskt landslið hafði náð í 56 ár. Mótið fór fram út um allt England en það vakti þó athygli að flestir af stóru klúbbunum lánuðu ekki sína leikvanga í mótið. Einu ensku úrvalsdeildarliðin sem hýstu mótsleiki á sínum leikvöngum voru Manchester United (Old Trafford), Southampton (St Mary’s Stadium), Brighton (Falmer Stadium) og Brentford (Community Stadium). Fyrir vikið þurfti íslenska landsliðið að spila tvo af þremur leikjum sínum á hinum „pínulitla“ Academy Stadium í Manchester og það vakti mikla athygli þegar íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gagnrýndi það harðlega í apríl. Eflaust hefðu mun fleiri Íslendingar mætt út ef að það hefðu verið fleiri miðar í boði á þessa tvo fyrstu leiki íslenska liðsins. Alex Scott er fyrrum ensk landsliðskona og núverandi sjónvarpskona sem hefur líka komið sterk inn í umfjöllun um karlafótboltann í Englandi. Hún starfaði fyrir breska ríkisútvarpið á Evrópumótinu. Eftir úrslitaleikinn þá skaut Alex á ensku klúbbana sem neituðu að halda EM-leiki hjá sér. Here s @AlexScott reminding us all that 4 yrs ago when women s football needed larger stadia, many clubs said NOThey know who they are!! pic.twitter.com/rBWGDIFZ9E— nazir afzal (@nazirafzal) July 31, 2022 Scott var í beinni útsendingu í miðri sigurhátíð enska landsliðsins þegar hún ákvað að láta þessa klúbba heyra það. „Við skulum bara rifja það upp að árið 2018 vorum við að grátbiðja fólk hjá ensku úrvalsdeildarklúbbunum að leyfa okkur að spila EM leiki á þeirra völlum. Svo margir þeirra sem við töluðum við sögu nei. Ég vona að þau séu að horfa á sjálfa sig núna því þau voru ekki nógu hugrökk til að sjá sýnina okkar,“ sagði Scott. Ákvörðunin um leikvangana var tekin árið 2018 en árið eftir héldu Frakkar frábæra heimsmeistarakeppni og þar fóru menn að gera sér betur grein fyrir því í hversu mikilli sókn kvennaknattspyrnan er. Þá voru ensku klúbbarnir hins vegar búnir að segja nei.
Enski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira