Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“ Elísabet Hanna skrifar 5. ágúst 2022 21:31 Hunter Moore öðlaðist frægð á sínum tíma fyrir það að reyna að eyðileggja líf fórnalamba sinna. Skjáskot/Youtube/Netflix Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið. *Höskuldarviðvörun* Leikstjóri heimildaþáttanna er Rob Miller en í þeim segir hann segir sögur kvenna sem lentu í því að vera hakkaðar af Hunter og samstarfsfélaga hans Charlie Evans og hvað leiddi til þess að þeir voru fangelsaðir. Hunter réði Charlie til þess að brjótast inn í tölvupóst kvenna, finna nektarmyndir af þeim og selja sér þær. Í kjölfarið birti Hunter myndirnar á heimasíðu sinni IsAnyoneUp.com ásamt upplýsingum um konurnar. Síðunni var lokað fyrir nokkrum árum síðan. Upphaflega kynntust þeir þegar Charlie braust inn á aðgang Hunter sem hafði samband í kjölfarið og bað hann um að vinna fyrir sig. &amp;amp;lt;a href="https://www.youtube.com/watch?v=ySFpxEdKxMw"&amp;amp;gt;watch on YouTube&amp;amp;lt;/a&amp;amp;gt; Ætlaði ekki að láta hann sleppa Hunter sjálfur kemur ekki fram í þáttunum sem um ræðir, þrátt fyrir að hafa upphaflega ætlað að taka þátt í verkefninu. Birtar eru klippur úr fyrri viðtölum sem hann fór í sem sýna hvernig mann hann hafði að geyma á þeim tíma sem hann hélt úti síðunni. Orðið siðlaus virðist einkenna framkomu hans á þeim tíma samkvæmt þeim aðilum sem koma fram í myndinni. Saga Charlotte Laws er þungamiðja þáttanna en dóttir hennar lenti í því að vera hökkuð, myndum stolið og þær birtar á síðunni. Í framhaldinu varð það markmið Charlotte að taka vefsíðu Hunters úr umferð, meðal annars með aðstoð FBI. James McGibney rakst einnig á heimasíðuna hans og setti sér sama markmið og Charlotte. Honum tókst ætlunarverkið að lokum með aðstoð Anonymous hópsins sem hafði samband og vildi aðstoða. &amp;lt;a href="https://www.youtube.com/watch?v=e_UMtVaTp7E"&amp;gt;watch on YouTube&amp;lt;/a&amp;gt; Mættur á Tik Tok Eftir að þættirnir fóru í loftið birti Hunter myndband af sér á miðlinum Tik Tok þar sem hann sagði eftirfarandi: „Ég heiti Hunter Moore. Ég bjó til síðuna IsAnyoneUp.com.. mjög umdeilda vefsíðu snemma á 21. öldinni. Vefsíðan vakti heilmikla athygli á einni nóttu og ég var hálfgert fífl, svo öðlaðist ég líka mikla frægð. Svo ef þú elskar mig eða hatar mig, farðu að horfa á þá. Láttu mig vita hvað þér finnst. Settu inn athugasemd og við skulum rökræða það hér að neðan.“ Samkvæmt yfirlýsingunni virðist hann enn á ný vera að sækjast eftir sviðsljósinu. Mynd á Youtube Í apríl á þessu ári kom einnig út stutt heimildarmynd um Hunter Moore frá Vice á Youtube sem sjá má hér að neðan. Á þeim tíma var Hunter enn með virkan Twitter aðgang og sagði eftirfarandi: „Í gær gerði Vice litla heimildarmynd og hlóð henni upp á YouTube rásina sína og lét mig líta illa út,“ svo bætti hann við: „Sjáið til krakkar, ég fór á bak við lás og slá. Ég lifi lífi mínu friðsamlega núna, Það er áratugur síðan … sum ykkar elska mig og flest ykkar hata mig.“ Hann endaði á því að útskýra hvers vegna hann mun ekki biðjast afsökunar á IsAnyoneUp.com. „Ef þú vilt að ég biðjist afsökunar, ég mun ekki gera það.“ „Ég skulda engum neitt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yHZTyU8bRRw">watch on YouTube</a> Netflix Bíó og sjónvarp Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Játaði að hafa brotist inn í tölvupóst kvenna, stolið nektarmyndum og selt Maðurinn á yfir höfði sér sjö ára fangelsi fyrir hefndarklám. 3. júlí 2015 00:08 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
*Höskuldarviðvörun* Leikstjóri heimildaþáttanna er Rob Miller en í þeim segir hann segir sögur kvenna sem lentu í því að vera hakkaðar af Hunter og samstarfsfélaga hans Charlie Evans og hvað leiddi til þess að þeir voru fangelsaðir. Hunter réði Charlie til þess að brjótast inn í tölvupóst kvenna, finna nektarmyndir af þeim og selja sér þær. Í kjölfarið birti Hunter myndirnar á heimasíðu sinni IsAnyoneUp.com ásamt upplýsingum um konurnar. Síðunni var lokað fyrir nokkrum árum síðan. Upphaflega kynntust þeir þegar Charlie braust inn á aðgang Hunter sem hafði samband í kjölfarið og bað hann um að vinna fyrir sig. &amp;amp;lt;a href="https://www.youtube.com/watch?v=ySFpxEdKxMw"&amp;amp;gt;watch on YouTube&amp;amp;lt;/a&amp;amp;gt; Ætlaði ekki að láta hann sleppa Hunter sjálfur kemur ekki fram í þáttunum sem um ræðir, þrátt fyrir að hafa upphaflega ætlað að taka þátt í verkefninu. Birtar eru klippur úr fyrri viðtölum sem hann fór í sem sýna hvernig mann hann hafði að geyma á þeim tíma sem hann hélt úti síðunni. Orðið siðlaus virðist einkenna framkomu hans á þeim tíma samkvæmt þeim aðilum sem koma fram í myndinni. Saga Charlotte Laws er þungamiðja þáttanna en dóttir hennar lenti í því að vera hökkuð, myndum stolið og þær birtar á síðunni. Í framhaldinu varð það markmið Charlotte að taka vefsíðu Hunters úr umferð, meðal annars með aðstoð FBI. James McGibney rakst einnig á heimasíðuna hans og setti sér sama markmið og Charlotte. Honum tókst ætlunarverkið að lokum með aðstoð Anonymous hópsins sem hafði samband og vildi aðstoða. &amp;lt;a href="https://www.youtube.com/watch?v=e_UMtVaTp7E"&amp;gt;watch on YouTube&amp;lt;/a&amp;gt; Mættur á Tik Tok Eftir að þættirnir fóru í loftið birti Hunter myndband af sér á miðlinum Tik Tok þar sem hann sagði eftirfarandi: „Ég heiti Hunter Moore. Ég bjó til síðuna IsAnyoneUp.com.. mjög umdeilda vefsíðu snemma á 21. öldinni. Vefsíðan vakti heilmikla athygli á einni nóttu og ég var hálfgert fífl, svo öðlaðist ég líka mikla frægð. Svo ef þú elskar mig eða hatar mig, farðu að horfa á þá. Láttu mig vita hvað þér finnst. Settu inn athugasemd og við skulum rökræða það hér að neðan.“ Samkvæmt yfirlýsingunni virðist hann enn á ný vera að sækjast eftir sviðsljósinu. Mynd á Youtube Í apríl á þessu ári kom einnig út stutt heimildarmynd um Hunter Moore frá Vice á Youtube sem sjá má hér að neðan. Á þeim tíma var Hunter enn með virkan Twitter aðgang og sagði eftirfarandi: „Í gær gerði Vice litla heimildarmynd og hlóð henni upp á YouTube rásina sína og lét mig líta illa út,“ svo bætti hann við: „Sjáið til krakkar, ég fór á bak við lás og slá. Ég lifi lífi mínu friðsamlega núna, Það er áratugur síðan … sum ykkar elska mig og flest ykkar hata mig.“ Hann endaði á því að útskýra hvers vegna hann mun ekki biðjast afsökunar á IsAnyoneUp.com. „Ef þú vilt að ég biðjist afsökunar, ég mun ekki gera það.“ „Ég skulda engum neitt.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=yHZTyU8bRRw">watch on YouTube</a>
Netflix Bíó og sjónvarp Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Játaði að hafa brotist inn í tölvupóst kvenna, stolið nektarmyndum og selt Maðurinn á yfir höfði sér sjö ára fangelsi fyrir hefndarklám. 3. júlí 2015 00:08 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Játaði að hafa brotist inn í tölvupóst kvenna, stolið nektarmyndum og selt Maðurinn á yfir höfði sér sjö ára fangelsi fyrir hefndarklám. 3. júlí 2015 00:08