Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 16:31 Dagný er komin í tíuna líkt og Di Canio á sínum tíma. West Ham United/Getty Images Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. Dagný gekk í raðir West Ham þann 28. janúar 2021. Þá var treyja númer 10 einfaldlega ekki laus, hefði hún verið það hefði íslenska landsliðskonan eflaust stokkið á hana en Dagný spilar einnig í treyju númer 10 með íslenska landsliðinu. West Ham tilkynnti nýverið á samfélagsmiðlum sínum að Dagný myndi leika í 10unni í vetur. Ekki nóg með það heldur var hún beðin um að útskýra af hverju. Ástæðan var á endanum frekar einföld. „Ég hef ákveðið að spila númer 10 í vetur, það hefur alltaf verið mín tala. Þegar ég var að alast upp og spilaði bara með strákum þá leyfðu þeir mér alltaf að vera númer 10. Afmælið mitt er 10. ágúst svo mér líkaði alltaf vel við töluna.“ „Ég var framherji á mínum yngri árum og Paolo Di Canio var einn af mínum uppáhalds leikmönnum og hann spilaði alltaf í treyju númer 10. Svo nú þegar treyjunúmerið stóð til boða var engin spurning, ég vildi spila í treyju númer 10. Ég er númer 10 í landsliðinu líka svo ég er bara mjög ánægð með að fá sama númer hér hjá West Ham.“ Inspired by a Club legend Here's why @dagnybrynjars has made the decision to change her number! pic.twitter.com/KSiYD8nJ08— West Ham United Women (@westhamwomen) August 18, 2022 Enska úrvalsdeildin hefst 11. september og West Ham gæti vart byrjað á erfiðari leik en liðið mætir Englandsmeisturum Chelsea á útivelli í fyrstu umferð. Fótbolti Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Sjá meira
Dagný gekk í raðir West Ham þann 28. janúar 2021. Þá var treyja númer 10 einfaldlega ekki laus, hefði hún verið það hefði íslenska landsliðskonan eflaust stokkið á hana en Dagný spilar einnig í treyju númer 10 með íslenska landsliðinu. West Ham tilkynnti nýverið á samfélagsmiðlum sínum að Dagný myndi leika í 10unni í vetur. Ekki nóg með það heldur var hún beðin um að útskýra af hverju. Ástæðan var á endanum frekar einföld. „Ég hef ákveðið að spila númer 10 í vetur, það hefur alltaf verið mín tala. Þegar ég var að alast upp og spilaði bara með strákum þá leyfðu þeir mér alltaf að vera númer 10. Afmælið mitt er 10. ágúst svo mér líkaði alltaf vel við töluna.“ „Ég var framherji á mínum yngri árum og Paolo Di Canio var einn af mínum uppáhalds leikmönnum og hann spilaði alltaf í treyju númer 10. Svo nú þegar treyjunúmerið stóð til boða var engin spurning, ég vildi spila í treyju númer 10. Ég er númer 10 í landsliðinu líka svo ég er bara mjög ánægð með að fá sama númer hér hjá West Ham.“ Inspired by a Club legend Here's why @dagnybrynjars has made the decision to change her number! pic.twitter.com/KSiYD8nJ08— West Ham United Women (@westhamwomen) August 18, 2022 Enska úrvalsdeildin hefst 11. september og West Ham gæti vart byrjað á erfiðari leik en liðið mætir Englandsmeisturum Chelsea á útivelli í fyrstu umferð.
Fótbolti Enski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Sjá meira