Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2022 17:32 Ráðstefnan hefur staðið yfir í um heilan mánuð. EPA/JUSTIN LANE Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. Alls hefur 191 ríki átt aðild að samningi SÞ um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna en samkomulagið hefur jafnan verið endurskoðað á fimm ára fresti. Markmið þess er meðal annars að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu vopnanna en fulltrúar allra ríkjanna þurftu að samþykkja yfirlýsinguna. Fulltrúar Rússlands lögðust gegn hluta textans þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum af hernaðarumsvifum í kringum kjarnorkuver í Úkraínu, einkum við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia, sem rússneskar hersveitir náðu á sitt vald snemma í innrás sinni í Úkraínu. Í drögunum er einnig komið inn á að stjórnvöld í Úkraínu hafi misst stjórn á slíkum innviðum í kjölfar hernaðarumsvifa sem hafi mjög neikvæð áhrif á öryggi fólks. Igor Vishnevetsky, fulltrúi Rússa sagði textann pólitískan og kallaði eftir auknu „jafnvægi.“ Sátt náðist ekki heldur árið 2015 Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu að niðurstaðan valdi henni miklum vonbrigðum. „Rússland kom í veg fyrir framfarir með því að neita að gera málamiðlun og samþykkja texta sem hafði verið samþykktur af öllum öðrum ríkjum.“ Aðildarríkjunum mistókst sömuleiðis að komast að samkomulagi þegar samningurinn var síðast endurskoðaður árið 2015. Nýafstaðin ráðstefna átti upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bonnie Jenkins, fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu SÞ, segir Bandaríkin harma þessa niðurstöðu og „enn fremur þær aðgerðir Rússa sem leiddu okkur á þennan stað í dag.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Alls hefur 191 ríki átt aðild að samningi SÞ um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna en samkomulagið hefur jafnan verið endurskoðað á fimm ára fresti. Markmið þess er meðal annars að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu vopnanna en fulltrúar allra ríkjanna þurftu að samþykkja yfirlýsinguna. Fulltrúar Rússlands lögðust gegn hluta textans þar sem lýst er yfir alvarlegum áhyggjum af hernaðarumsvifum í kringum kjarnorkuver í Úkraínu, einkum við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia, sem rússneskar hersveitir náðu á sitt vald snemma í innrás sinni í Úkraínu. Í drögunum er einnig komið inn á að stjórnvöld í Úkraínu hafi misst stjórn á slíkum innviðum í kjölfar hernaðarumsvifa sem hafi mjög neikvæð áhrif á öryggi fólks. Igor Vishnevetsky, fulltrúi Rússa sagði textann pólitískan og kallaði eftir auknu „jafnvægi.“ Sátt náðist ekki heldur árið 2015 Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu að niðurstaðan valdi henni miklum vonbrigðum. „Rússland kom í veg fyrir framfarir með því að neita að gera málamiðlun og samþykkja texta sem hafði verið samþykktur af öllum öðrum ríkjum.“ Aðildarríkjunum mistókst sömuleiðis að komast að samkomulagi þegar samningurinn var síðast endurskoðaður árið 2015. Nýafstaðin ráðstefna átti upphaflega að fara fram árið 2020 en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bonnie Jenkins, fulltrúi Bandaríkjanna á ráðstefnu SÞ, segir Bandaríkin harma þessa niðurstöðu og „enn fremur þær aðgerðir Rússa sem leiddu okkur á þennan stað í dag.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira