Segir orð Birgittu vera kjaftshögg Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2022 17:39 Patrekur Jaime segir Æði-strákana ekki vera með handrit við gerð þáttanna. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi. Birgitta var ásamt vinkonum sínum í LXS-hópnum í viðtali í Ísland í dag á þriðjudaginn vegna samnefnds þáttar þeirra sem hóf göngu sína á Stöð 2 í ágúst. „Þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur,“ sagði Birgitta og virtist þannig skjóta á meðlimi raunveruleikaþáttarins Æði. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal. Ummæli Birgittu má heyra á mínútu 00:48. Æði-þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2019 og í ár kom fjórða þáttaröðin út. Þar er fylgst með lífi Æði-strákanna, Patreks, Binna Glee, Bassa Maraj, Sæmundar og Gunnars. Patrekur telur ummæli Birgittu í Ísland í dag vera beint skot á Æði-þættina sem eru einu öðru raunveruleikaþættir landsins. „Okey vá, hversu mikið slap in the face. Let‘s keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað „script-að“,“ skrifar Patrekur á Instagram-síðu sína. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi verið smá leikin. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi mögulega verið smá leikin en það hafi verið því enginn vissi nákvæmlega hvað hann væri að gera, enda fyrsta raunveruleikaþáttaröð landsins. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifar Patrekur en allir fimm strákarnir eru samkynhneigðir og tveir þeirra af erlendum uppruna. Æði-strákarnir vilja sýna fólki að það er í lagi að vera þú sjálfur. Patrekur hefði viljað óskað sér að sjá einhvern eins og sig í sjónvarpinu þegar hann var lítill og týndur. Hann vonar að þeir strákarnir séu að sýna ungu fólki að það er í lagi að vera öðruvísi og að vera þú sjálfur. @bassi_maraj You cant even spell O-R-I-G-I-N-A-L-I-T-Y original sound - Bassi Maraj Patrekur nýtur tækifærið og hnýtir í Birgittu og vinkonur hennar í þáttunum. Hann segir raunveruleikasjónvarp snúast meira um persónuleika frekar en útlit og lífsstíl. „Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu „scripted“ raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ skrifar Patrekur. Í þáttunum hafa strákarnir rætt um alls kyns átakanleg tímabil í sínum lífum. Bíó og sjónvarp Æði LXS Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Birgitta var ásamt vinkonum sínum í LXS-hópnum í viðtali í Ísland í dag á þriðjudaginn vegna samnefnds þáttar þeirra sem hóf göngu sína á Stöð 2 í ágúst. „Þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur,“ sagði Birgitta og virtist þannig skjóta á meðlimi raunveruleikaþáttarins Æði. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá umrætt viðtal. Ummæli Birgittu má heyra á mínútu 00:48. Æði-þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 og hafa notið gífurlegra vinsælda. Fyrsta þáttaröðin var sýnd árið 2019 og í ár kom fjórða þáttaröðin út. Þar er fylgst með lífi Æði-strákanna, Patreks, Binna Glee, Bassa Maraj, Sæmundar og Gunnars. Patrekur telur ummæli Birgittu í Ísland í dag vera beint skot á Æði-þættina sem eru einu öðru raunveruleikaþættir landsins. „Okey vá, hversu mikið slap in the face. Let‘s keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir framan myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað „script-að“,“ skrifar Patrekur á Instagram-síðu sína. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi verið smá leikin. Hann viðurkennir að fyrsta þáttaröðin hafi mögulega verið smá leikin en það hafi verið því enginn vissi nákvæmlega hvað hann væri að gera, enda fyrsta raunveruleikaþáttaröð landsins. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifar Patrekur en allir fimm strákarnir eru samkynhneigðir og tveir þeirra af erlendum uppruna. Æði-strákarnir vilja sýna fólki að það er í lagi að vera þú sjálfur. Patrekur hefði viljað óskað sér að sjá einhvern eins og sig í sjónvarpinu þegar hann var lítill og týndur. Hann vonar að þeir strákarnir séu að sýna ungu fólki að það er í lagi að vera öðruvísi og að vera þú sjálfur. @bassi_maraj You cant even spell O-R-I-G-I-N-A-L-I-T-Y original sound - Bassi Maraj Patrekur nýtur tækifærið og hnýtir í Birgittu og vinkonur hennar í þáttunum. Hann segir raunveruleikasjónvarp snúast meira um persónuleika frekar en útlit og lífsstíl. „Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu „scripted“ raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur,“ skrifar Patrekur. Í þáttunum hafa strákarnir rætt um alls kyns átakanleg tímabil í sínum lífum.
Bíó og sjónvarp Æði LXS Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira