Tékkar leiddu leikinn í leikhléi með fjögurra stiga mun en Grikkir voru aldrei langt undan þó Tékkar hafi áfram leitt með fjórum stigum þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst.
Þá tók Giannis Antetokounmpo leikinn í sínar hendur og leiddi gríska liðið til sigurs, 94-88.
Giannis skoraði 27 stig í leiknum auk þess að taka tíu fráköst en Jan Vesely var atkvæðamestur Tékka með 21 stig.
Grikkir mæta Þjóðverjum í 8-liða úrslitum keppninnar.