Fjallað var um þessa ákvörðun hér á Vísi árið 2019. Nú hefur Gísli safnað um einni og hálfri milljón. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu ætlar leikarinn að afhenda ágóðann góðgerðafélögunum Ný dögun, Bergið, Ljónshjarta, Dropinn og Sorgarmiðstöðin.
Sýningin Ég hleyp fékk frábærar móttökur áhorfenda og gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd á síðasta leikári en nú eru síðustu sýningar áætlaðar næstkomandi helgi. Gísli hefur farið á kostum í sýningunni Ég hleyp hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir leik sinn í verkinu.
