R. Kelly sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og tælingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 06:27 R. Kelly var sakfelldur fyrir enn eitt kynferðisbrotið í gær. Getty/Antonio Perez Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í gær sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Kelly var sakfelldur af dómstóli í heimabæ hans Chicago en þetta er enn einn dómurinn sem Kelly hefur hlotið fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega. Saksóknarar tryggðu sakfellingu í sex ákæruliðum af þrettán en margir þeirra liða sem Kelly var sakfelldur fyrir eru þess eðlis að dómurum ber að gefa þunga refsingu við þeim. Kelly var hins vegar ekki sakfelldur fyrir þann ákærulið sem þótti mikilvægastur: Að Kelly og þáverandi viðskiptastjóra hans hafi tekist að breyta niðurstöðum dómsmáls, sem var höfðað gegn honum árið 2008. Kelly var þá ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Derrel McDavid, fyrrverandi viðskiptastjóri Kelly, og Milton Brown voru einnig ákærðir í því máli sem dæmt var í, í gær. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum ákæruliðum. Fram kemur í frétt AP um málið að McDavid hafi sagt í dómsal að vitnisburður fjögurra fórnarlamba Kelly hafi breytt skoðun hans um tónlistarmanninn. Að hans mati væri Kelly ekki treystandi. Málið sem Kelly hefur nú verið sakfelldur fyrir er í raun það sama og kom til kasta dómstóla árið 2008. Í báðum dómsmálum var myndbandsupptaka lykilsönnunargagn. Í myndbandinu má sjá Kelly og unga stúlku, sem kom fram fyrir dómi undir dulnefninu Jane í kynferðislegum athöfnum. Jane, sem er nú 37 ára gömul, sagðist hafa verið fjórtán ára gömul þegar myndbandið var tekið upp og Kelly þrítugur. Lögmaður Kelly, Jennifer Bonjean, sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan dómsalin eftir að dómur var kveðinn upp að Kelly væri vanur vondum fréttum. Hann eigi þá enn eftir að takast á við ýmsar ásakanir fyrir dómstólum. „En hann sagði að honum væri létt að þetta mál heyrði nú sögunni til,“ sagði Bonjean. Kelly var í júnímánuði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir fjárkúgun og mansal og á ekki rétt á reynslulausn fyrr en hann verður um áttrætt. Kelly er nú 55 ára gamall. Enn á eftir að ákveða refsingu í því máli sem hann var sakfelldur fyrir í gær en búast má við ákvörðun á næstu mánuðum. Þá á Kelly enn eftir að mæta fyrir dómstóla tvisvar í viðbót, annnars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago. Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21 R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Saksóknarar tryggðu sakfellingu í sex ákæruliðum af þrettán en margir þeirra liða sem Kelly var sakfelldur fyrir eru þess eðlis að dómurum ber að gefa þunga refsingu við þeim. Kelly var hins vegar ekki sakfelldur fyrir þann ákærulið sem þótti mikilvægastur: Að Kelly og þáverandi viðskiptastjóra hans hafi tekist að breyta niðurstöðum dómsmáls, sem var höfðað gegn honum árið 2008. Kelly var þá ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Derrel McDavid, fyrrverandi viðskiptastjóri Kelly, og Milton Brown voru einnig ákærðir í því máli sem dæmt var í, í gær. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum ákæruliðum. Fram kemur í frétt AP um málið að McDavid hafi sagt í dómsal að vitnisburður fjögurra fórnarlamba Kelly hafi breytt skoðun hans um tónlistarmanninn. Að hans mati væri Kelly ekki treystandi. Málið sem Kelly hefur nú verið sakfelldur fyrir er í raun það sama og kom til kasta dómstóla árið 2008. Í báðum dómsmálum var myndbandsupptaka lykilsönnunargagn. Í myndbandinu má sjá Kelly og unga stúlku, sem kom fram fyrir dómi undir dulnefninu Jane í kynferðislegum athöfnum. Jane, sem er nú 37 ára gömul, sagðist hafa verið fjórtán ára gömul þegar myndbandið var tekið upp og Kelly þrítugur. Lögmaður Kelly, Jennifer Bonjean, sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan dómsalin eftir að dómur var kveðinn upp að Kelly væri vanur vondum fréttum. Hann eigi þá enn eftir að takast á við ýmsar ásakanir fyrir dómstólum. „En hann sagði að honum væri létt að þetta mál heyrði nú sögunni til,“ sagði Bonjean. Kelly var í júnímánuði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir fjárkúgun og mansal og á ekki rétt á reynslulausn fyrr en hann verður um áttrætt. Kelly er nú 55 ára gamall. Enn á eftir að ákveða refsingu í því máli sem hann var sakfelldur fyrir í gær en búast má við ákvörðun á næstu mánuðum. Þá á Kelly enn eftir að mæta fyrir dómstóla tvisvar í viðbót, annnars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago.
Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21 R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14
R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21
R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49