Svona var fundurinn þegar Arnar kynnti valið á landsliðinu Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 16. september 2022 12:30 Landsliðsþjálfarinn verður eflaust spurður út í Aron Einar Gunnarsson sem síðast lék með landsliðinu í júní í fyrra. Getty/Laszlo Szirtesi KSÍ boðaði til blaðamannafundar í höfuðstöðvum sínum í dag þar sem Arnar Þór Viðarsson tilkynnti um val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta og svaraði spurningum fjölmiðla. Hópurinn sem Arnar valdi er á leið í vináttulandsleik gegn Venesúela í Austurríki 22. september og svo lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu á útivelli 27. september. Sá leikur gæti orðið afar mikilvægur úrslitaleikur í riðlinum ef Ísrael tryggir sér ekki efsta sætið með sigri á Albaníu 24. september. Arnar valdi meðal annars Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason í hópinn. Aron snýr þar með aftur eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður en hann lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra og á að baki 97 A-landsleiki. Alfreð snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Arnar valdi hins vegar ekki Albert Guðmundsson og kvaðst ósáttur við hugarfar hans í síðasta landsliðsverkefni. Þá gáfu Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason ekki kost á sér og fór Arnar yfir ástæður þess á fundinum. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi, og má sjá upptöku í spilaranum hér að neðan. Textalýsingu frá fundinum má finna undir spilaranum. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.
Hópurinn sem Arnar valdi er á leið í vináttulandsleik gegn Venesúela í Austurríki 22. september og svo lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu á útivelli 27. september. Sá leikur gæti orðið afar mikilvægur úrslitaleikur í riðlinum ef Ísrael tryggir sér ekki efsta sætið með sigri á Albaníu 24. september. Arnar valdi meðal annars Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason í hópinn. Aron snýr þar með aftur eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður en hann lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra og á að baki 97 A-landsleiki. Alfreð snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Arnar valdi hins vegar ekki Albert Guðmundsson og kvaðst ósáttur við hugarfar hans í síðasta landsliðsverkefni. Þá gáfu Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason ekki kost á sér og fór Arnar yfir ástæður þess á fundinum. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi, og má sjá upptöku í spilaranum hér að neðan. Textalýsingu frá fundinum má finna undir spilaranum. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira