Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 16:51 Karl Steinar Valsson á fundinum. Vísir/Vilhelm Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. Rannsóknin hafi staðið yfir í nokkrar vikur þar sem fram hafi komið upplýsingar sem leiddu til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. Þá kom fram í tilkynningu að um mögulegt brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess væri að ræða. Aðspurður út í þennan hluta og hvort ætla megi að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu svaraði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra: „Jú, það má alveg áætla það.“ Lögregla vildi ekki gefa upplýsingar um hvort mennirnir hefðu látist stjórnast af þjóðernissinnuðum hvötum í áætlunum sínum en Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, sagði þó að verið væri að kanna hvort að mennirnir tengist erlendum öfgasamtökum. Þá er lögregla í samtali við lögreglu erlendis. Allt að lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk Mennirnir fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglu í gær víða á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Alls voru húsleitir framkvæmdar á níu stöðum og lagði lögregla hald á tugi vopna, þar á meðal þrívíddarprentuð vopn, og þúsundir skotfæra. Ekki fengust upplýsingar um hvort mennirnir hefðu komist í kast við lögin áður en tveir þeirra eru í gæsluvarðhaldi, annar í tvær vikur og hinn í eina viku. Ekki er hægt að útiloka að fleiri einstaklingar tengist málinu. Að sögn Karls Steinars er þetta, eftir því sem hann komst næst, í fyrsta sinn sem rannsókn með þessum hætti hafi verið sett af stað. Þeir eru grunaðir um brot á 100. grein a. almennra hegningarlaga en þar segir: Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar. 1. manndráp skv. 211. gr., 2. líkamsárás skv. 218. gr., 3. frelsissviptingu skv. 226. gr., 4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni, 5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr., 6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr. Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr.] Ekki yfirvofandi hætta í samfélaginu Þjóðaröryggisráð hefur verið upplýst um málið en ekki stendur til að herða öryggisráðstafana við stofnanir ríkisins. Þær voru þó hertar á meðan aðgerðum stóð í gær þegar hættuástandi var lýst yfir. „Ég legg áherslu á að fagleg vinnubrögð lögreglumanna og ákærenda, öflun mikilvægra upplýsinga, greining þeirra og rétt miðlun, varð til þess að komið var í veg fyrir hugmyndir manna um beitingu vopna gegn borgurum landsins og mikilvægum stofnunum þess yrðu ekki að veruleika,“ sagði Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikilvægt að taka skýrt fram og ítreka það sem fram hefur komið hér áður að það er mat okkar að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélagi okkar um beitingu vopna gegn fólki eða stofnunum,“ sagði hann enn fremur. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Alþingi Tengdar fréttir „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 „Mildi að engan sakaði“ Ríkislögreglustjóri segir hættuástandi hafa verið afstýrt í dag. Fjórir voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra en í yfirlýsingu segir að tveir þeirra hafi verið taldir vopnaðir og hættulegir og að handtökurnar snúi að skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. 21. september 2022 17:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Rannsóknin hafi staðið yfir í nokkrar vikur þar sem fram hafi komið upplýsingar sem leiddu til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. Þá kom fram í tilkynningu að um mögulegt brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess væri að ræða. Aðspurður út í þennan hluta og hvort ætla megi að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu svaraði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra: „Jú, það má alveg áætla það.“ Lögregla vildi ekki gefa upplýsingar um hvort mennirnir hefðu látist stjórnast af þjóðernissinnuðum hvötum í áætlunum sínum en Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, sagði þó að verið væri að kanna hvort að mennirnir tengist erlendum öfgasamtökum. Þá er lögregla í samtali við lögreglu erlendis. Allt að lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk Mennirnir fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglu í gær víða á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Alls voru húsleitir framkvæmdar á níu stöðum og lagði lögregla hald á tugi vopna, þar á meðal þrívíddarprentuð vopn, og þúsundir skotfæra. Ekki fengust upplýsingar um hvort mennirnir hefðu komist í kast við lögin áður en tveir þeirra eru í gæsluvarðhaldi, annar í tvær vikur og hinn í eina viku. Ekki er hægt að útiloka að fleiri einstaklingar tengist málinu. Að sögn Karls Steinars er þetta, eftir því sem hann komst næst, í fyrsta sinn sem rannsókn með þessum hætti hafi verið sett af stað. Þeir eru grunaðir um brot á 100. grein a. almennra hegningarlaga en þar segir: Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar. 1. manndráp skv. 211. gr., 2. líkamsárás skv. 218. gr., 3. frelsissviptingu skv. 226. gr., 4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni, 5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr., 6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr. Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr.] Ekki yfirvofandi hætta í samfélaginu Þjóðaröryggisráð hefur verið upplýst um málið en ekki stendur til að herða öryggisráðstafana við stofnanir ríkisins. Þær voru þó hertar á meðan aðgerðum stóð í gær þegar hættuástandi var lýst yfir. „Ég legg áherslu á að fagleg vinnubrögð lögreglumanna og ákærenda, öflun mikilvægra upplýsinga, greining þeirra og rétt miðlun, varð til þess að komið var í veg fyrir hugmyndir manna um beitingu vopna gegn borgurum landsins og mikilvægum stofnunum þess yrðu ekki að veruleika,“ sagði Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er mikilvægt að taka skýrt fram og ítreka það sem fram hefur komið hér áður að það er mat okkar að ekki sé yfirvofandi hætta í samfélagi okkar um beitingu vopna gegn fólki eða stofnunum,“ sagði hann enn fremur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar. 1. manndráp skv. 211. gr., 2. líkamsárás skv. 218. gr., 3. frelsissviptingu skv. 226. gr., 4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni, 5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr., 6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr. Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr.]
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Alþingi Tengdar fréttir „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 „Mildi að engan sakaði“ Ríkislögreglustjóri segir hættuástandi hafa verið afstýrt í dag. Fjórir voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra en í yfirlýsingu segir að tveir þeirra hafi verið taldir vopnaðir og hættulegir og að handtökurnar snúi að skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. 21. september 2022 17:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32
„Mildi að engan sakaði“ Ríkislögreglustjóri segir hættuástandi hafa verið afstýrt í dag. Fjórir voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra en í yfirlýsingu segir að tveir þeirra hafi verið taldir vopnaðir og hættulegir og að handtökurnar snúi að skipulagðri glæpastarfsemi og vopnalagabrotum. 21. september 2022 17:51