„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2022 07:00 Arnrún segir mikla óreiðu á leikskólanum sem geri starfið mun erfiðara. Ekki síst þegar verið er að taka á móti nýjum hópum nemenda. Arnrún María Magnúsdóttir Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. Arnrún María Magnúsdóttir er leikskólakennari í Brákarborg, leikskólanum sem flutti nú í ágúst í nýtt húsnæði að Kleppsvegi 150-152. Arnrún er í veikindaleyfi vegna kulnunar en í vikunni sem leið treysti hún sér loksins að heimsækja börn og vinnufélaga í nýja húsnæðið og á ekki orð yfir aðstæðunum sem leikskólastarfi er boðið upp á. Arnrún María óttast að skipulagsleysið og undanþágurnar muni valda að lokum slysum. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi með tilheyrandi vinnuvélum. Hér má sjá leikskólabarn á leið heim úr leikskólanum að fylgjast með gröfu á leikskólalóðinni.Arnrún María Magnúsdóttir „Gilda ekki sömu reglur um vinnueftirlit, heilbrigði og öryggi á vinnustað í leikskólum? Er endalaust hægt að gera undanþágur og frestanir þar til allt fer á versta veg og slysin gerast?“ spyr Arnrún í Facebook-færslu sinni sem hún ritaði eftir að hún sá að leikskólinn hafði hlotið hina svokölluðu Grænu skóflu í gær. Það eru verðlaun fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum og tók borgarstjóri á móti verðlaununum. Aðlögun innan um iðnaðarmenn Borgin umbreytti húsnæðinu sem áður hýsti meðal annars verslunina Adam og Evu. Langir biðlistar í leikskóla sköpuðu mikinn þrýsting á borgaryfirvöld síðla sumars eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Allt var gert til að flýta fyrir að hægt væri að hefja leikskólastarf og var leikskólinn opnaður upp úr miðjum ágúst en eins og Arnrún bendir á þá var leikskólinn langt frá því að vera tilbúinn. Á myndum sem Arnrún tók má sjá að ekki er búið að koma öllu dóti fyrir, nokkur óreiða er á leikskólanum og enn eru iðnaðarmenn að störfum. Hér má sjá salernisaðstöðu sem er ókláruð og skrifstofu inni á leikskólanum. Í samtali við fréttastofu segir Arnrún leikskólastarfsmönnum ekki hafa verið gefinn tími til skipulags á leikskólanum áður en börnin voru færð úr gamla húsnæði leikskólans. Þau hafi fengið eina kvöldstund til þess að flytja allt dót á milli húsnæða. „Skólinn er engan veginn tilbúinn til að taka á móti fjölda nemenda, slysagildrur leynast víða og iðnaðarmenn að störfum alls staðar með tilheyrandi ónæði. Samt sem áður er aðlögun nýrra barna númer tvö komin vel á veg og kennarar ekki einu sinni búnir að taka upp úr kössum eftir flutning. Í alvörunni, mér þykir afar ólíklegt að nokkur sem starfar á skrifstofum borgarinnar myndi láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður,“ segir Arnrún. Skilar skömminni til borgarinnar Eins og áður sagði er Arnrún í veikindaleyfi og hún óttast að þeim fjölgi sem enda þannig ef komið er svona fram við starfsmenn. Með því að benda á þessar starfsaðstæður í Brákarborg vill hún skila skömminni til Reykjavíkurborgar. Arnrún lýkur færslu sinni á Facebook með þessum orðum: „Opnum augun, gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út eða enda í örmagna kulnun líkt og þessi sem þetta ritar." Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Arnrún María Magnúsdóttir er leikskólakennari í Brákarborg, leikskólanum sem flutti nú í ágúst í nýtt húsnæði að Kleppsvegi 150-152. Arnrún er í veikindaleyfi vegna kulnunar en í vikunni sem leið treysti hún sér loksins að heimsækja börn og vinnufélaga í nýja húsnæðið og á ekki orð yfir aðstæðunum sem leikskólastarfi er boðið upp á. Arnrún María óttast að skipulagsleysið og undanþágurnar muni valda að lokum slysum. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi með tilheyrandi vinnuvélum. Hér má sjá leikskólabarn á leið heim úr leikskólanum að fylgjast með gröfu á leikskólalóðinni.Arnrún María Magnúsdóttir „Gilda ekki sömu reglur um vinnueftirlit, heilbrigði og öryggi á vinnustað í leikskólum? Er endalaust hægt að gera undanþágur og frestanir þar til allt fer á versta veg og slysin gerast?“ spyr Arnrún í Facebook-færslu sinni sem hún ritaði eftir að hún sá að leikskólinn hafði hlotið hina svokölluðu Grænu skóflu í gær. Það eru verðlaun fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum og tók borgarstjóri á móti verðlaununum. Aðlögun innan um iðnaðarmenn Borgin umbreytti húsnæðinu sem áður hýsti meðal annars verslunina Adam og Evu. Langir biðlistar í leikskóla sköpuðu mikinn þrýsting á borgaryfirvöld síðla sumars eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Allt var gert til að flýta fyrir að hægt væri að hefja leikskólastarf og var leikskólinn opnaður upp úr miðjum ágúst en eins og Arnrún bendir á þá var leikskólinn langt frá því að vera tilbúinn. Á myndum sem Arnrún tók má sjá að ekki er búið að koma öllu dóti fyrir, nokkur óreiða er á leikskólanum og enn eru iðnaðarmenn að störfum. Hér má sjá salernisaðstöðu sem er ókláruð og skrifstofu inni á leikskólanum. Í samtali við fréttastofu segir Arnrún leikskólastarfsmönnum ekki hafa verið gefinn tími til skipulags á leikskólanum áður en börnin voru færð úr gamla húsnæði leikskólans. Þau hafi fengið eina kvöldstund til þess að flytja allt dót á milli húsnæða. „Skólinn er engan veginn tilbúinn til að taka á móti fjölda nemenda, slysagildrur leynast víða og iðnaðarmenn að störfum alls staðar með tilheyrandi ónæði. Samt sem áður er aðlögun nýrra barna númer tvö komin vel á veg og kennarar ekki einu sinni búnir að taka upp úr kössum eftir flutning. Í alvörunni, mér þykir afar ólíklegt að nokkur sem starfar á skrifstofum borgarinnar myndi láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður,“ segir Arnrún. Skilar skömminni til borgarinnar Eins og áður sagði er Arnrún í veikindaleyfi og hún óttast að þeim fjölgi sem enda þannig ef komið er svona fram við starfsmenn. Með því að benda á þessar starfsaðstæður í Brákarborg vill hún skila skömminni til Reykjavíkurborgar. Arnrún lýkur færslu sinni á Facebook með þessum orðum: „Opnum augun, gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út eða enda í örmagna kulnun líkt og þessi sem þetta ritar."
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira