Davíð var í byrjunarliði Kalmar og lék allan leikinn ásamt Hákoni, sem stóð vaktina í marki Elfsborg. Sveinn Aron kom inn af varamannabekk Elfsborg á 18. mínútu leiksins.
Sebastian Nanasi og Filip Sachpekidis skoruðu mörk Kalmar með fimm mínútna millibili undir lok fyrri hálfleiks.
Með sigrinum fer Kalmar upp í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 25 leiki. Elfsborg er á sama tíma í 7. sæti með 36 stig eftir jafn marga leiki.