Ekki brotleg vegna orðalags um „skæruliðadeildina“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 23:24 Fréttastofa RÚV og fréttamaður RÚV eru ekki talin hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélag Íslands hefur úrskurðað að Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður RÚV, og fréttastofa RÚV, hafi ekki brotið gegn siðareglum félagsins vegna orðalags um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja í frétt á vef RÚV. Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem vísað er í kæru Örnu McClure, lögmanns Samherja. Kæran var sett fram vegna fréttar sem Brynjólfur er skrifaður fyrir og birtist á vef RÚV þann 9. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“ Fréttin fjallaði um úrskurð Landsréttar um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væru ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páli Steingrímssyni, skipstjóra. Taldi brotið gegn þriðju grein siðareglna BÍ Kvartað var sérstaklega yfir einni málsgrein umræddrar fréttar þar sem minnst var á hina svokölluðu „skæruliðadeild“ sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og að hún hafi samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu. Að mati Örnu fól umrætt orðalag það í sér að hún, sem nafngreind var í umfjöllun um hina svokölluðu „skæruliðadeild“, hafi viðhaft samræmda atlögu að fréttamönnum. Að mati hennar ætti sú fyrirætlan sér hvorki stoð í gögnum málsins né raunveruleikanum. Þá hafi við vinnslu fréttarinnar ekki verið leitað sjónarmiða hennar auk þess sem að fréttamaður hafi ekki haft öll gögn málsins undir höndum. Taldi Arna að þetta væri brot á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar meðal annars um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er. Þá hafi kröfu hennar um leiðréttingu veri hafnað. Engin ástæða til að leita viðbragða hennar Í svari RÚV við kæru Örnu kom fram að mál Samherja hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, ummæli um svonefnda „skæruliðadeild“ hafi ítrekað verið notað í fjölmiðlaumfjöllun og ætti sér stoð í gögnum. Þá hafi ekki verið ástæða til að leita viðbragða Örnu vegna fréttarinnar. Í niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins segir að umrædd frétt fjalli um niðurstöðu Landsréttar, forsaga málsins sé stuttlega rakin með „vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu“. Þá styðji framkomin gögn að mati nefndarinnar þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd sé í kærunni. Að auki hafi ekkert kallað á að leitað væri til Örnu vegna fréttarinnar. Voru því Brynjólfur Þór og fréttastofa RÚV ekki talin brotleg gagnvart siðareglum BÍ í máli þessu. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem vísað er í kæru Örnu McClure, lögmanns Samherja. Kæran var sett fram vegna fréttar sem Brynjólfur er skrifaður fyrir og birtist á vef RÚV þann 9. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“ Fréttin fjallaði um úrskurð Landsréttar um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væru ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páli Steingrímssyni, skipstjóra. Taldi brotið gegn þriðju grein siðareglna BÍ Kvartað var sérstaklega yfir einni málsgrein umræddrar fréttar þar sem minnst var á hina svokölluðu „skæruliðadeild“ sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og að hún hafi samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu. Að mati Örnu fól umrætt orðalag það í sér að hún, sem nafngreind var í umfjöllun um hina svokölluðu „skæruliðadeild“, hafi viðhaft samræmda atlögu að fréttamönnum. Að mati hennar ætti sú fyrirætlan sér hvorki stoð í gögnum málsins né raunveruleikanum. Þá hafi við vinnslu fréttarinnar ekki verið leitað sjónarmiða hennar auk þess sem að fréttamaður hafi ekki haft öll gögn málsins undir höndum. Taldi Arna að þetta væri brot á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar meðal annars um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er. Þá hafi kröfu hennar um leiðréttingu veri hafnað. Engin ástæða til að leita viðbragða hennar Í svari RÚV við kæru Örnu kom fram að mál Samherja hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, ummæli um svonefnda „skæruliðadeild“ hafi ítrekað verið notað í fjölmiðlaumfjöllun og ætti sér stoð í gögnum. Þá hafi ekki verið ástæða til að leita viðbragða Örnu vegna fréttarinnar. Í niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins segir að umrædd frétt fjalli um niðurstöðu Landsréttar, forsaga málsins sé stuttlega rakin með „vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu“. Þá styðji framkomin gögn að mati nefndarinnar þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd sé í kærunni. Að auki hafi ekkert kallað á að leitað væri til Örnu vegna fréttarinnar. Voru því Brynjólfur Þór og fréttastofa RÚV ekki talin brotleg gagnvart siðareglum BÍ í máli þessu.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira