Helsti keppinautur hans um embættið, Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra, dró sig í hlé í gærkvöldi og nú stendur baráttan á milli Sunak og Penny Mordaunt. Frambjóðendurnir þurfa að hafa aflað sér 100 yfirlýstra stuðningsmanna innan úr þingflokknum fyrir klukkan tvö í dag og Sunak hefur þegar náð í 155.
Mordaunt á hinsvegar nokkuð í land og hefur aðeins 25 stuðningsmenn í sínu liði. Einhverjir þeirra sem ætluðu að styðja Johnson munu vafalaust færa sig yfir til Mordaunt en þó er talið ólíklegt að það muni duga til.
Breska pundið styrktist gagnvart dollaranum í morgun þegar í ljós kom að Johnson hafði dregið sig í hlé en það hafði veikst töluvert á föstudag vegna óvissunar sem uppi er í breskum stjórnmálum.