Gæti átt 140 ár í fangelsi í vændum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 09:01 Enn bætist við konurnar sem saka Weinstein um kynferðisofbeldi. AP Photo/John Minchillo Kvikmyndaframleiðandinn og Hollywood mógúllinn Harvey Weinstein er enn og aftur mættur fyrir dómara í Bandaríkjunum sakaður um kynferðisofbeldi. Weinstein gæti átt yfir höfði sér allt að 140 ára dóm en hann afplánar nú 23 ára fangelsisdóm fyrir kynferðisofbeldi og nauðgun. Aðalmeðferð í máli Weinstein hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö önnur tilvik kynferðisofbeldis. Ásakanirnar bætast við hrúgu annarra. Weinstein er einn þeirra manna sem hrapaði af háum stalli eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi og -áreiti í fyrstu MeToo bylgjunni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi af dómstóli í New York árið 2020 en hefur afplánað dóminn í heimaríki sínu Kaliforníu. Nú hefur hann verið ákærður aftur, fyrir brot gegn fimm konum í Los Angeles og Beverly Hills á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað sök. Verði Weinstein sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsisdóm. Eiginkona ríkisstjórans ein kvennanna Ein þeirra kvenna sem hefur kært Weinstein í málinu er Jennifer Siebel Newsom, heimildamyndagerðarkona og leikkona. Á milli 2002 og 2011 lék Newsom í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta en þó var hún alltaf í nokkuð smáum hlutverkum. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda um kyn, þar á meðal The Great American Lie og Fair Play. Hún er þá eiginkona Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Hún greindi fyrst frá samskiptum sínum við Weinstein árið 2018 í grein sem birtist í Huffington Post en fór ekki út í smáatriði í greininni. Fjórar árásir í Óskarsvikunni Að sögn Elizabeth Fegan, lögmanns Newsom, beitti Weinstein hana kynferðisofbeldi á fundi tengdann vinnunni, sem reyndist vera gildra. Að sögn Fegan hyggst Newsom bera vitni fyrir dómi. Hinar fjórar konurnar eru nafnlausar og munu bera vitni undir dulnefninu Jane Doe. Samkvæmt ákærunni voru flestar árásanna, þar á meðal á Newsom, gerðar á hinum ýmsu lúxushótelum í Beverly Hills og Los Angeles. Þá segir í ákærunni að Weinstein hafi yfirleitt boðið konunum á vinnutengda fundi, sem hafi reynst gildrur. Fjórar meintra árása hafi þá gerst í vikunni fyrir Óskarsverðlaunahátíðina árið 2013, þar sem geysivinsælar myndir Weinsteins, Django Unchained og Silver Linings Playbook, sópuðu til sín verðlaunum. Bandaríkin MeToo Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20 Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Weinstein hefst í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag en hann er ákærður fyrir fjórar nauðganir og sjö önnur tilvik kynferðisofbeldis. Ásakanirnar bætast við hrúgu annarra. Weinstein er einn þeirra manna sem hrapaði af háum stalli eftir að fjöldi kvenna steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi og -áreiti í fyrstu MeToo bylgjunni. Hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi af dómstóli í New York árið 2020 en hefur afplánað dóminn í heimaríki sínu Kaliforníu. Nú hefur hann verið ákærður aftur, fyrir brot gegn fimm konum í Los Angeles og Beverly Hills á árunum 2004 til 2013. Hann hefur neitað sök. Verði Weinstein sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér allt að 140 ára fangelsisdóm. Eiginkona ríkisstjórans ein kvennanna Ein þeirra kvenna sem hefur kært Weinstein í málinu er Jennifer Siebel Newsom, heimildamyndagerðarkona og leikkona. Á milli 2002 og 2011 lék Newsom í tugum kvikmynda og sjónvarpsþátta en þó var hún alltaf í nokkuð smáum hlutverkum. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að gerð heimildamynda um kyn, þar á meðal The Great American Lie og Fair Play. Hún er þá eiginkona Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Hún greindi fyrst frá samskiptum sínum við Weinstein árið 2018 í grein sem birtist í Huffington Post en fór ekki út í smáatriði í greininni. Fjórar árásir í Óskarsvikunni Að sögn Elizabeth Fegan, lögmanns Newsom, beitti Weinstein hana kynferðisofbeldi á fundi tengdann vinnunni, sem reyndist vera gildra. Að sögn Fegan hyggst Newsom bera vitni fyrir dómi. Hinar fjórar konurnar eru nafnlausar og munu bera vitni undir dulnefninu Jane Doe. Samkvæmt ákærunni voru flestar árásanna, þar á meðal á Newsom, gerðar á hinum ýmsu lúxushótelum í Beverly Hills og Los Angeles. Þá segir í ákærunni að Weinstein hafi yfirleitt boðið konunum á vinnutengda fundi, sem hafi reynst gildrur. Fjórar meintra árása hafi þá gerst í vikunni fyrir Óskarsverðlaunahátíðina árið 2013, þar sem geysivinsælar myndir Weinsteins, Django Unchained og Silver Linings Playbook, sópuðu til sín verðlaunum.
Bandaríkin MeToo Hollywood Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20 Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12 Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Réttað yfir Weinstein vegna Óskarsmála Byrjað verður að velja kviðdómendur fyrir réttarhöld yfir Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandanum alræmda, í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að brjóta á fimm konum, meðal annars í kringum Óskarsverðlaunahátíð fyrir níu árum. 10. október 2022 11:20
Mega ákæra Weinstein í London Lögreglan í London hefur fengið heimild til að ákæra kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldis gagnvart konu í borginni árið 1996. 8. júní 2022 15:12
Weinstein áfrýjar kynferðisbrotadómum Lögmenn Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðanda sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot og nauðgun, hafa áfrýjað dómunum. 5. apríl 2021 20:43