Parið deildi myndbandi af athöfninni sem sjá má hér að neðan. Með myndbandi settu þau skilaboð þess efnis að þau ætli að halda athöfn á næsta ári. „Hver vill ekki giftast ástinni í lífi sínu tvisvar?“ Spurðu þau einnig.
„Við höfum alltaf vitað að hjónaband væri í framtíðinni okkar, það var bara öðruvísi en við bjuggumst við,“ sögðu þau í samtali við Us Weekly. „Við ætlum ennþá að hafa stórt brúðkaup næsta haust sem við erum byrjuð að plana. Þar sem allt hefur verið svona opinbert í sambandinu okkar var það einstakt og innilegt að upplifa svona persónulega stund bara tvö.“