Magnús Carlsen tryllti gesti Röntgen með karaókísöng sínum Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2022 14:09 Lóa vissi í fyrstu ekkert hvaða „dúddar“ voru þarna á ferð en tók eftir því að mjög var sótt að einum þeirra að taka lagið. Hana tók að gruna að þarna væri nú kannski einhver nafntogaður þegar myndavélarnar flugu á loft og var þar þá mættur sjálfur Magnús Carlsen. Vísir/Vilhelm/aðsend Myndavélar flugu á loft þegar norska undrabarnið, heimsmeistarinn í skák, greip míkrófóninn og söng Boten Anna á karaókíkvöldi á skemmti- og veitingastaðnum Röntgen í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Þær vinkonur í Two Non Blonds, þær Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknari, sem gjarnan er kennd við hljómsveitina FM Belfast hvar hún syngur og Sandra Barilli sem heldur meðal annars úti vinsælu hlaðvarpi um kvikmyndir, standa fyrir karaókíkvöldum, tilfallandi. Sem hafa vakið mikla lukku. Og þannig var það í gær. Allt tryllt þegar Magnús Carlsen steig á sviðið Lóa segir að þegar hafi myndast mikil og góð stemmning. Hún segist ekki vera vel að sér í skákinni en þarna hafi verið staddur hópur „dúdda“ og það fór ekki hjá því að einkum var sótt að einum þeirra að taka lagið. Sem svo varð. „Þetta var ógeðslega fyndið. Við hefðum ekki fattað að þetta væru einhverjar týpur nema vegna myndavélanna sem flugu á loft þegar þeir hófu upp raust sína,“ segir Lóa. Og bætir því við að Magnús Carlsen hafi sungið lagið Boten Anna. Lesandi Vísis sendi ritstjórn myndband af frammistöðu Carlsen og er ljóst að flutningi hans var afar vel tekið. Klippa: Magnus Carlsen syngur Boten Anna í karókí Lóa sjálf er þekkt rokkstjarna og því ekki úr vegi að spyrja hana hvernig til hafi tekist hjá heimsmeistaranum en hún treystir sér ekki til að gefa honum einkunn. „Erfitt að meta það þegar svona margir syngja í einu,“ segir Lóa en það myndaðist mikil stemmning á Röntgen þegar Magnús steig á svið. Og húsið tók undir meistaranum. „Ég horfði á þetta aftan frá af því að við erum að stýra karaókíinu; á skákheiminn skaka sér.“ Þær karaokí-systur Lóa og Sandra voru ánægðar með stemmninguna sem myndaðit á Röntgen þegar hinir fjörugu skákmeistarar hófu upp raust sína.aðsend Hjörvar Steinn skellti sér í Ecuador Meðal þeirra sem voru þarna staddir voru að sjálfsögðu íslenski stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sem lét sig ekki muna um að henda sér í stórsmellinn og danslagið Ecuador. „Já, hann Hjörvar, íslenski skákdrengurinn.“ Veitinga- og skemmtistaðurinn Röntgen stendur við Hverfisgötu, en heimsmeistaramótið í Fischer-skák fer nú fram á Hótel Natura. Lóa segir að sér hafi ekki einu sinni verið kunnugt um að skákmót væri í gangi. Og söngurinn hefur virkað vel fyrir Hjörvar því hann náði sínum fyrsta sigri í dag, á þriðja keppnisdegi, þegar hann lagði ríkjandi heimsmeistara í Fischer-skákinni, Wesley So. HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Sjá meira
Þær vinkonur í Two Non Blonds, þær Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknari, sem gjarnan er kennd við hljómsveitina FM Belfast hvar hún syngur og Sandra Barilli sem heldur meðal annars úti vinsælu hlaðvarpi um kvikmyndir, standa fyrir karaókíkvöldum, tilfallandi. Sem hafa vakið mikla lukku. Og þannig var það í gær. Allt tryllt þegar Magnús Carlsen steig á sviðið Lóa segir að þegar hafi myndast mikil og góð stemmning. Hún segist ekki vera vel að sér í skákinni en þarna hafi verið staddur hópur „dúdda“ og það fór ekki hjá því að einkum var sótt að einum þeirra að taka lagið. Sem svo varð. „Þetta var ógeðslega fyndið. Við hefðum ekki fattað að þetta væru einhverjar týpur nema vegna myndavélanna sem flugu á loft þegar þeir hófu upp raust sína,“ segir Lóa. Og bætir því við að Magnús Carlsen hafi sungið lagið Boten Anna. Lesandi Vísis sendi ritstjórn myndband af frammistöðu Carlsen og er ljóst að flutningi hans var afar vel tekið. Klippa: Magnus Carlsen syngur Boten Anna í karókí Lóa sjálf er þekkt rokkstjarna og því ekki úr vegi að spyrja hana hvernig til hafi tekist hjá heimsmeistaranum en hún treystir sér ekki til að gefa honum einkunn. „Erfitt að meta það þegar svona margir syngja í einu,“ segir Lóa en það myndaðist mikil stemmning á Röntgen þegar Magnús steig á svið. Og húsið tók undir meistaranum. „Ég horfði á þetta aftan frá af því að við erum að stýra karaókíinu; á skákheiminn skaka sér.“ Þær karaokí-systur Lóa og Sandra voru ánægðar með stemmninguna sem myndaðit á Röntgen þegar hinir fjörugu skákmeistarar hófu upp raust sína.aðsend Hjörvar Steinn skellti sér í Ecuador Meðal þeirra sem voru þarna staddir voru að sjálfsögðu íslenski stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sem lét sig ekki muna um að henda sér í stórsmellinn og danslagið Ecuador. „Já, hann Hjörvar, íslenski skákdrengurinn.“ Veitinga- og skemmtistaðurinn Röntgen stendur við Hverfisgötu, en heimsmeistaramótið í Fischer-skák fer nú fram á Hótel Natura. Lóa segir að sér hafi ekki einu sinni verið kunnugt um að skákmót væri í gangi. Og söngurinn hefur virkað vel fyrir Hjörvar því hann náði sínum fyrsta sigri í dag, á þriðja keppnisdegi, þegar hann lagði ríkjandi heimsmeistara í Fischer-skákinni, Wesley So.
HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Skák Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Sjá meira
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20