Gjaldskyld svæði bílastæða í miðborginni víkkuð út Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2022 19:31 Víða í gamla Vesturbænum og í Þingholtunum hafa íbúar átt í miklum vandræðum með að finna bílasæði. Um áramótin verður gjaldskylda tekin upp víðar í þessum hverfum til að létta á ásókninni. Grafík/Hjalti Gjaldsvæði fyrir bílastæði í nokkrum götum Vesturbæjar og Þingholta verða stækkuð á næstunni. Íbúar í Vesturbæ og miðborg eiga margir hverjir erfitt með að finna bílastæði meðal annars vegna fjölgunar íbúa og ferðmanna með aukinni starfsemi hótela, veitingahúsa og verslana. Fjölgun ferðamanna á undanförnum rúmum áratug hefur kallað á fjölgun hótela, veitingastaða, leiguíbúða og annarra þjónustustarfsemi með fjölgun starfa til að mynda í gamla Vesturbænum. Þetta hefur aukið ásóknina í bílastæði þannig að íbúar í nálægum götum geta átt erfitt með að leggja bílum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Eftir þrýsting frá íbúum var tekin upp gjaldskylda á Nýlendugötu og Mýrargötu í gamla Vesturbænum ásamt nálægum smágötum fyrir örfáum árum sem létti á ásókninni. Hins vegar voru Vesturgata og göturnar þar fyrir ofan upp að Landakoti áfram gjaldfrjálsar vestan Ægisgötu. Þessar götur hafa all lengi verið með gjaldskyldu austan megin Ægisgötu en allir hafa getað lagt gjaldfrjálst í götunum vestan megin. Þetta breytist brátt, að hluta að minnsta kosti. Hér sést yfir hluta þess hluta gamla Vesturbæjarins þar sem gjaldskylda verður tekin upp um áramótin víðar en nú er.Stöð 2/Egill Því innan skamms mun gjaldskyldan verða framlengd á Vesturgötu, Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu vestur að Stýrimannastíg sem einnig verður gjaldskyldur ásamt Hrannarstíg. Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir vel kooma til greina að gjaldskylda verði tekin upp enn víðar en nú hefur verið ákveðið.Stöð 2/Egill Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir þetta ekki hvað síst gert vegna þrýstings frá íbúum. Hvers vegna var gjaldskyldan ekki tekin upp alla leið út göturnar? „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Þar ber helst að nefna að á þeim tíma sem bílastæðasjóður er með vöktun á stæðum er notkunin ekki slík að hún réttlæti eða kalli á gjaldskyldu á bílastæðum,“ segir Bjarni. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Það á líka að stækka gjaldskyld svæði annars staðar í Vesturbænum. Hávalla-, Blómvalla-, Ásvalla-, Sólvalla- og Brávallagötur vestan Brávallagötu verða allar gjaldskyldar vestan Blómvallagötu að Hofsvallagötu. Við Tjörnina verður gjaldskylda við Tjarnargötu framlengd frá Ráðherrabústað út að Hringbraut og Bjarkargata verður öll gjaldskyld. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Þá verður gjaldskylda einnig víkkuð út í Þingholtunum og tekin upp á Baldursgötu, Bragagötu, Freyjugötu, Þórsgötu og Lokastíg sem afmarkast af Skólavörðustíg, Njarðargötu, Nönnugötu og Baldursgötu. Íbúar við allar þessar götur geta hins vegar fengið íbúakort. Þeir greiða þá 2.500 krónur á mánuði fyrir að leggja nærri heimilum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Gæti farið svo bæði í Gamla Vesturbænum, Þingholtunum og víðar að gjaldsvæðin stækki? „Algerlega. Þróunin hefur alltaf verið þannig þegar við setjum gjaldskyldu á ákveðnum svæðum fara nágrannar oft að kalla eftir því líka. Bara vegna þess að nýting stæðanna verður miklu betri og fólk á auðveldara með að finna stæði,“segir Bjarni R. Ingvarsson. Breytingarnar taki formlega gildi strax eftir áramótin. Reykjavík Umferð Samgöngur Bílastæði Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira
Fjölgun ferðamanna á undanförnum rúmum áratug hefur kallað á fjölgun hótela, veitingastaða, leiguíbúða og annarra þjónustustarfsemi með fjölgun starfa til að mynda í gamla Vesturbænum. Þetta hefur aukið ásóknina í bílastæði þannig að íbúar í nálægum götum geta átt erfitt með að leggja bílum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Eftir þrýsting frá íbúum var tekin upp gjaldskylda á Nýlendugötu og Mýrargötu í gamla Vesturbænum ásamt nálægum smágötum fyrir örfáum árum sem létti á ásókninni. Hins vegar voru Vesturgata og göturnar þar fyrir ofan upp að Landakoti áfram gjaldfrjálsar vestan Ægisgötu. Þessar götur hafa all lengi verið með gjaldskyldu austan megin Ægisgötu en allir hafa getað lagt gjaldfrjálst í götunum vestan megin. Þetta breytist brátt, að hluta að minnsta kosti. Hér sést yfir hluta þess hluta gamla Vesturbæjarins þar sem gjaldskylda verður tekin upp um áramótin víðar en nú er.Stöð 2/Egill Því innan skamms mun gjaldskyldan verða framlengd á Vesturgötu, Ránargötu, Bárugötu og Öldugötu vestur að Stýrimannastíg sem einnig verður gjaldskyldur ásamt Hrannarstíg. Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir vel kooma til greina að gjaldskylda verði tekin upp enn víðar en nú hefur verið ákveðið.Stöð 2/Egill Bjarni R. Ingvarsson starfandi deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir þetta ekki hvað síst gert vegna þrýstings frá íbúum. Hvers vegna var gjaldskyldan ekki tekin upp alla leið út göturnar? „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Þar ber helst að nefna að á þeim tíma sem bílastæðasjóður er með vöktun á stæðum er notkunin ekki slík að hún réttlæti eða kalli á gjaldskyldu á bílastæðum,“ segir Bjarni. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Það á líka að stækka gjaldskyld svæði annars staðar í Vesturbænum. Hávalla-, Blómvalla-, Ásvalla-, Sólvalla- og Brávallagötur vestan Brávallagötu verða allar gjaldskyldar vestan Blómvallagötu að Hofsvallagötu. Við Tjörnina verður gjaldskylda við Tjarnargötu framlengd frá Ráðherrabústað út að Hringbraut og Bjarkargata verður öll gjaldskyld. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Þá verður gjaldskylda einnig víkkuð út í Þingholtunum og tekin upp á Baldursgötu, Bragagötu, Freyjugötu, Þórsgötu og Lokastíg sem afmarkast af Skólavörðustíg, Njarðargötu, Nönnugötu og Baldursgötu. Íbúar við allar þessar götur geta hins vegar fengið íbúakort. Þeir greiða þá 2.500 krónur á mánuði fyrir að leggja nærri heimilum sínum. Gjaldskylda er nú þegar á götum og götuhlutum sem merkar eru með bláum lit og kemur þar sem götur eru merktar með gulum lit.Grafík/Hjalti Gæti farið svo bæði í Gamla Vesturbænum, Þingholtunum og víðar að gjaldsvæðin stækki? „Algerlega. Þróunin hefur alltaf verið þannig þegar við setjum gjaldskyldu á ákveðnum svæðum fara nágrannar oft að kalla eftir því líka. Bara vegna þess að nýting stæðanna verður miklu betri og fólk á auðveldara með að finna stæði,“segir Bjarni R. Ingvarsson. Breytingarnar taki formlega gildi strax eftir áramótin.
Reykjavík Umferð Samgöngur Bílastæði Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira