Og þú veist að þú ert sterkust þegar að þér er ögrað eða þegar þú þarft að bjarga þér. Þá finnur Steingeitin einhverja syllu sem vart könguló sem kemst fyrir á og er því ósnertanleg að mestu.
Akkúrat núna þar sem er verið að beita ótta og sundrungu að fólki Jarðarinnar þá skaltu muna það elskan mín að þú ert snillingur í hernaði í þokkabót og þú finnur lausn á meðan aðrir örmagnast af ótta. Það er ekkert betra fyrir þig en að láta reyna á það sem þú getur og ekki spara neitt sem þú vilt að komi til þín til þess eins að geyma það þangað til seinna. Skráðu niður fjögur atriði sem þú vilt að gerist í þessum mánuði og finndu vellíðanina af því að skrifa þetta niður á blað. Ekki spá meira í þetta, því að Matrixið mun sjá til þess að þetta gerist fyrr en þig grunar.
Krafturinn, velgengnin og sérkennilegu örlögin munu fylgja þér frá fyrsta nóvember. Og þó að þú þurfir að leggja þig meira fram og að vera meira á tánum heldur en vanalega mun bara efla allt þitt keppnisskap til þess að nálgast hamingjuna sem þér er ætluð. Þú gætir virkað eins og lítið peð á taflborði, en þegar þú þarft þá muntu að minnsta kosti fella drottninguna og máta kónginn.
Þeir sem þér hefur fundist vera í andstöðu við þig sýna þér meiri virðingu og manneskja sem þér hefur fundist vera erfið verður framtíðarvinur þinn. Ástin er tengd því að þú viljir þiggja hana og þú getur verið stoltur af ástinni. Ef þér finnst að rugl og enn meira vesen vera að fylgja ástinni þá er hún ekki þess virði að berjast fyrir, því þá er virðingin fokin út á haf. Þú býrð yfir stórkostlegum þrótti og styrkleika og hefur hjarta úr gulli.
Knús og kossar, Sigga Kling