Þú byrjaðir á þessu bara þegar þú varst barn, æfðir þig jafnvel heima til að toppa þig, svo sem teygjutvist, körfubolta eða bara að teikna. Þú gefst aldrei upp, það er ekki til, þú lamast kannski í eitt augnablik, snýrð þér svo við og heldur áfram. Þú býrð yfir einbeitni kríunnar og hún er líka þekkt fyrir það að passa upp á aðra fugla, hvort sem hún gerir sér grein fyrir því eður ei. Þess vegna er hjarta þitt fullt af réttlætistilfinningu, svo hvar sem þú ert stödd í lífinu þá hefurðu áhrif á allan hópinn.
Yfir þessum mánuði sem blasir við þér mun fjúka illilega í þig út af óréttlæti og það þýðir það líka að þú munt gera eitthvað í því máli. Sem gæti ekki bara hjálpað þér heldur öðrum líka. Það er líka að koma að nýir eða gamlir hópar, félagasamtök og svo framvegis munu heilla þig. Þar byrjar boltinn að snúast fyrir alvöru, því að ef einhver er fær í tengslaneti þá ert það þú.
Varkárni verður að vera út þennan mánuð í sambandi við að kaupa of mikið, þú skalt sýna aðgát í að eyða ekki of miklu í eitthvað sem skiptir ekki mál, hvort sem það tengist fjármálum eða einhverskonar fíkn, kaupfíkn, ástarfíkn, sjónvarpsfíkn. Allir hafa einhverja en í nóvember skaltu hafa skipulag og jafnvægi varðandi þetta atriði annars gæti það farið úr böndunum.
Í ástinni birtist þér eitthvað svo áhugavert sem væri veisla að skoða eða að rótgróin ást kemur þér á óvart og fær þig til að líða eins og konungsborginni manneskju. Þú átt eftir að njóta þess að baða þig í geislum velgengninnar og munt lifa lífinu til fulls.
Knús og kossar, Sigga Kling