Körfuboltakvöld: „Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2022 22:30 Bryndís Guðmundsdóttir lét í sér heyra í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld „Þetta hefur í rauninni aldrei gerst. Að landsliðskona, einn af bestu leikmönnum deildarinnar, ákveði að hoppa yfir í annað lið á miðju tímabili,“ sagði Hörður Unnsteinsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds um ein óvæntustu félagaskipti síðari ára hér á landi. Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi nýverið við Íslandsmeistara Njarðvíkur. Komu vistaskiptin flest öllum á óvart enda Isabella Ósk leikið allan sinn feril með Breiðabliki ef frá er talið stutt stopp í Ástralíu fyrr á þessu ári. Farið var yfir málin í Körfuboltakvöldi. „Klárlega, ég skil hana bara fullkomlega. Miðað við allt sem hefur gengið á í Kópavoginum, bara undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað kemur upp á, ég skil hana bara fullkomlega,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en ljóst var að henni var mikið niðri fyrir. „Hin tímabilin og árin hefur hún hugsað um liðið og allt þetta. Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig. Þegar það er alltaf komið svona fram við mann þá fær maður á endanum nóg og þá getur maður ekki bara hugsað um liðið. Þá þarf maður stundum að hugsa um sjálfan sig af því klúbburinn er greinilega ekki að hugsa um þig,“ hélt Bryndís áfram. „Ég verð alveg pínu pirruð að tala um þetta. Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur, sem er sorglegt. Þeir sem stjórna Breiðabliks liðinu – allavega út á við þá lítur út fyrir, afsakið orðbragðið, að þeim sé drullusama um þessa leikmenn og kvennaliðið. Ef þetta væri karlaliðið þá myndi þetta aldrei gerast, bara aldrei.“ „Ef þú horfir á karlaliðið, þeir eru með svona tíu leikmenn sem eru að fá greitt. Allavega sjö, átta. Kvenna megin, kannski þrír eða fjórir. Út á við lítur þessi stjórn Breiðabliks virkilega illa út og mér finnst þessi stjórn ekki hugsa um neitt annað en þetta karlalið þannig að ég skil Isabellu Ósk fullkomlega og er ánægð að hún hafi gert þetta,“ sagði Bryndís að endingu. Ingibjörg Jakobsdóttir velti því upp hvort fleiri leikmenn Breiðabliks myndu fylgja í fótspor Isabellu og hvað myndi þá verða um Breiðabliksliðið. Umræðuna í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig Körfubolti Körfuboltakvöld Breiðablik UMF Njarðvík Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46 Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Isabella Ósk Sigurðardóttir samdi nýverið við Íslandsmeistara Njarðvíkur. Komu vistaskiptin flest öllum á óvart enda Isabella Ósk leikið allan sinn feril með Breiðabliki ef frá er talið stutt stopp í Ástralíu fyrr á þessu ári. Farið var yfir málin í Körfuboltakvöldi. „Klárlega, ég skil hana bara fullkomlega. Miðað við allt sem hefur gengið á í Kópavoginum, bara undanfarin ár. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eitthvað kemur upp á, ég skil hana bara fullkomlega,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en ljóst var að henni var mikið niðri fyrir. „Hin tímabilin og árin hefur hún hugsað um liðið og allt þetta. Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig. Þegar það er alltaf komið svona fram við mann þá fær maður á endanum nóg og þá getur maður ekki bara hugsað um liðið. Þá þarf maður stundum að hugsa um sjálfan sig af því klúbburinn er greinilega ekki að hugsa um þig,“ hélt Bryndís áfram. „Ég verð alveg pínu pirruð að tala um þetta. Klúbbnum er greinilega skítsama um þessar stelpur, sem er sorglegt. Þeir sem stjórna Breiðabliks liðinu – allavega út á við þá lítur út fyrir, afsakið orðbragðið, að þeim sé drullusama um þessa leikmenn og kvennaliðið. Ef þetta væri karlaliðið þá myndi þetta aldrei gerast, bara aldrei.“ „Ef þú horfir á karlaliðið, þeir eru með svona tíu leikmenn sem eru að fá greitt. Allavega sjö, átta. Kvenna megin, kannski þrír eða fjórir. Út á við lítur þessi stjórn Breiðabliks virkilega illa út og mér finnst þessi stjórn ekki hugsa um neitt annað en þetta karlalið þannig að ég skil Isabellu Ósk fullkomlega og er ánægð að hún hafi gert þetta,“ sagði Bryndís að endingu. Ingibjörg Jakobsdóttir velti því upp hvort fleiri leikmenn Breiðabliks myndu fylgja í fótspor Isabellu og hvað myndi þá verða um Breiðabliksliðið. Umræðuna í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Ég skil hana vel að hugsa núna um sjálfa sig
Körfubolti Körfuboltakvöld Breiðablik UMF Njarðvík Tengdar fréttir Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46 Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Isabella Ósk: Ég fann það bara fyrir sjálfa mig og mína framtíð í körfubolta að ég vildi reyna að vera í toppslag í ár Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur. 2. nóvember 2022 22:46
Isabella Ósk til liðs við Íslandsmeistarana Isabella Ósk Sigurðardóttir er gengin til liðs við Íslandsmeistara Njarðvíkur og mun leika með þeim út tímabilið í Subway deild kvenna í körfubolta. 31. október 2022 19:31
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum