Bein útsending: Reyna að grípa eldflaug með þyrlu Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 4. nóvember 2022 16:32 Reynt verður að grípa eldflaugina með þessari þyrlu. Rocket Lab Starfsmenn fyrirtækisins Rocket Lab ætla í dag að reyna að grípa eldflaug með þyrlu. Eldflauginni verður skotið frá Nýja-Sjálandi og á hún að koma smáum gervihnetti á braut um jörðu fyrir sænskt fyrirtæki. Fyrsta stig eldflaugarinnar, sem er af gerðinni Electron, mun bera gervihnöttinn og seinna stig eldflaugarinnar langt upp í gufuhvolfið áður en það slitnar frá seinna stiginu og fellur aftur til jarðar í fallhlíf. Áhöfn þyrlu mun svo í kjölfarið reyna að grípa fyrsta stigið og fallhlífina í loftinu. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu en skotglugginn svokallaði opnast klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Uppfært 18:00 Rocket Lab teymið greinir frá því að tilraunin hafi ekki tekist sem skyldi: „Því miður munum við ekki ná Electron „þurri“ til baka. Við vorum tilbúin með varaáætlun; að láta flaugina enda úti í sjó. Við látum ykkur vita hvernig gengur á næstu klukkutímum.“ We’ve just had an update from the recovery team and unfortunately it looks like we are not going to bring Electron home dry today, but we do have the back up option of an ocean splashdown so we'll bring you updates on that operation in the hours to come— Rocket Lab (@RocketLab) November 4, 2022 Hægt er að fylgjast með því hvernig gekk hér að neðan. Þetta verður níunda geimskot Rocket Lab á þessu ári Electron eldflaugarnar eru hannaðar til að bera smáa gervihnetti á tiltölulega lága sporbraut. Forsvarsmenn Rocket Lab tilkynntu þó seint í fyrra að verkfræðingar fyrirtækisins ynnu að þróun nýrrar og stærri eldflaugar sem eigi að vera endurnýtanleg og lenda á jörðinni eftir geimskot. Sjá einnig: Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Markmiðið er að fara í samkeppni við bandaríska fyrirtækið SpaceX sem hefur þróað Falcon-9 eldflaugarnar en þær eru einnig hannaðar til að lenda á jörðinni eftir geimskot og eru orðnar mjög áreiðanlegar. Starfsmenn SpaceX framkvæmdu nýverið þeirra fimmtugasta geimskot á þessu ári. Sjá einnig: Skutu leynilegum gervihnöttum út í geim með öflugustu eldflauginni Hér að neðan má sjá tveggja ára gamalt 360 gráðu myndband sem sýnir hvernig starfsmenn Rocket Lab vonast til þess að grípa eldflaugina. Nýja-Sjáland Tækni Geimurinn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Fyrsta stig eldflaugarinnar, sem er af gerðinni Electron, mun bera gervihnöttinn og seinna stig eldflaugarinnar langt upp í gufuhvolfið áður en það slitnar frá seinna stiginu og fellur aftur til jarðar í fallhlíf. Áhöfn þyrlu mun svo í kjölfarið reyna að grípa fyrsta stigið og fallhlífina í loftinu. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu en skotglugginn svokallaði opnast klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Uppfært 18:00 Rocket Lab teymið greinir frá því að tilraunin hafi ekki tekist sem skyldi: „Því miður munum við ekki ná Electron „þurri“ til baka. Við vorum tilbúin með varaáætlun; að láta flaugina enda úti í sjó. Við látum ykkur vita hvernig gengur á næstu klukkutímum.“ We’ve just had an update from the recovery team and unfortunately it looks like we are not going to bring Electron home dry today, but we do have the back up option of an ocean splashdown so we'll bring you updates on that operation in the hours to come— Rocket Lab (@RocketLab) November 4, 2022 Hægt er að fylgjast með því hvernig gekk hér að neðan. Þetta verður níunda geimskot Rocket Lab á þessu ári Electron eldflaugarnar eru hannaðar til að bera smáa gervihnetti á tiltölulega lága sporbraut. Forsvarsmenn Rocket Lab tilkynntu þó seint í fyrra að verkfræðingar fyrirtækisins ynnu að þróun nýrrar og stærri eldflaugar sem eigi að vera endurnýtanleg og lenda á jörðinni eftir geimskot. Sjá einnig: Rocket Lab ætlar í aukna samkeppni við SpaceX með nýrri eldflaug Markmiðið er að fara í samkeppni við bandaríska fyrirtækið SpaceX sem hefur þróað Falcon-9 eldflaugarnar en þær eru einnig hannaðar til að lenda á jörðinni eftir geimskot og eru orðnar mjög áreiðanlegar. Starfsmenn SpaceX framkvæmdu nýverið þeirra fimmtugasta geimskot á þessu ári. Sjá einnig: Skutu leynilegum gervihnöttum út í geim með öflugustu eldflauginni Hér að neðan má sjá tveggja ára gamalt 360 gráðu myndband sem sýnir hvernig starfsmenn Rocket Lab vonast til þess að grípa eldflaugina.
Nýja-Sjáland Tækni Geimurinn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira