Varamaðurinn Bale hetjan þegar Los Angeles FC varð MLS meistari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 13:30 Gareth Bale skoraði ótrúlegt jöfnunarmark í nótt. Los Angeles FC Los Angeles FC er MLS meistari eftir hádramatískan sigur á Philadelphia Union eftir vítaspyrnukeppni. Gareth Bale kom inn af bekknum og jafnaði metin í 3-3 á 128. mínútu leiksins. Markið má sjá hér að neðan. Los Angeles FC var sigurstranglegra fyrir leik enda liðið verið nær óstöðvandi það sem af er leiktíð. Vængmaðurinn knái Gareth Bale hefur verið að glíma við meiðsli og var á bekknum í nótt. Hinn 38 ára gamli miðvörður Giorgio Chiellini var líka á bekknum en það virtist ekki ætla að koma að sök þar sem Kellyn Acosta kom Los Angeles yfir eftir tæpan hálftíma. Banc Shot. #ForLosAngeles pic.twitter.com/j4ORc0Fgz7— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Daniel Gazdag jafnaði metin fyrir Philadelphia áður en Carlos Vela gaf á Jesus Murillo og Los Angeles var 2-1 yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Union létu það ekkert á sig fá og hafði Jack Elliott jafnað metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan 2-2 þegar flautað var til loka venjulega leiktíma og því þurfti að framlengja. MURI MAGIC. #LAFC 2 - 1 @PhilaUnion pic.twitter.com/9kWnprBR7A— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Þar jókst dramatíkin en Maxime Crepeau, markvörður Los Angeles var rekinn af velli þegar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Mikið var um tafir og uppbótartíminn gríðarlegur. Þegar 124 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Elliott sitt annað mark í leiknum og virtist vera að tryggja Union sigur í MLS deildinni. HE'S GARETH ******* BALE. #ForLosAngeles pic.twitter.com/yqqi67RSdz— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 128' The latest goal in @MLS history. THIS CLUB DOES NOT QUIT. pic.twitter.com/ELXEyMyhJa— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Bale hélt nú aldeilis ekki og stangaði fyrirgjöf Diego Palacios í netið á 128. mínútu og staðan orðin 3-3. Stuttu eftir það lauk framlengingunni loks og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndust leikmenn Los Angeles mun sterkari en Union skoraði ekki úr einni af þremur spyrnum sínum. Los Angeles FC er því MLS meistari eftir hádramatískan úrslitaleik. MLS CUP CHAMPIONS! @LAFC pic.twitter.com/Ic0HjuhDPl— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 @LAFC #Champions pic.twitter.com/tYcNdT2u9S— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Sjá meira
Los Angeles FC var sigurstranglegra fyrir leik enda liðið verið nær óstöðvandi það sem af er leiktíð. Vængmaðurinn knái Gareth Bale hefur verið að glíma við meiðsli og var á bekknum í nótt. Hinn 38 ára gamli miðvörður Giorgio Chiellini var líka á bekknum en það virtist ekki ætla að koma að sök þar sem Kellyn Acosta kom Los Angeles yfir eftir tæpan hálftíma. Banc Shot. #ForLosAngeles pic.twitter.com/j4ORc0Fgz7— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Daniel Gazdag jafnaði metin fyrir Philadelphia áður en Carlos Vela gaf á Jesus Murillo og Los Angeles var 2-1 yfir þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Leikmenn Union létu það ekkert á sig fá og hafði Jack Elliott jafnað metin aðeins tveimur mínútum síðar. Staðan 2-2 þegar flautað var til loka venjulega leiktíma og því þurfti að framlengja. MURI MAGIC. #LAFC 2 - 1 @PhilaUnion pic.twitter.com/9kWnprBR7A— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Þar jókst dramatíkin en Maxime Crepeau, markvörður Los Angeles var rekinn af velli þegar fjórar mínútur voru eftir af framlengingunni. Mikið var um tafir og uppbótartíminn gríðarlegur. Þegar 124 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Elliott sitt annað mark í leiknum og virtist vera að tryggja Union sigur í MLS deildinni. HE'S GARETH ******* BALE. #ForLosAngeles pic.twitter.com/yqqi67RSdz— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 128' The latest goal in @MLS history. THIS CLUB DOES NOT QUIT. pic.twitter.com/ELXEyMyhJa— LAFC (@LAFC) November 5, 2022 Bale hélt nú aldeilis ekki og stangaði fyrirgjöf Diego Palacios í netið á 128. mínútu og staðan orðin 3-3. Stuttu eftir það lauk framlengingunni loks og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndust leikmenn Los Angeles mun sterkari en Union skoraði ekki úr einni af þremur spyrnum sínum. Los Angeles FC er því MLS meistari eftir hádramatískan úrslitaleik. MLS CUP CHAMPIONS! @LAFC pic.twitter.com/Ic0HjuhDPl— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022 @LAFC #Champions pic.twitter.com/tYcNdT2u9S— Gareth Bale (@GarethBale11) November 6, 2022
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Bandaríkin Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Sjá meira