Fyrsta flugferð Play til Stokkhólms verður þann 31. mars næstkomandi og verður flogið til Arlanda-flugvallar. Flogið verður fjórum sinnum í viku, mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga.
Fyrsta ferð til Hamborgar verður þann 16. maí næstkomandi. Flogið verður þrisvar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Í tilkynningu frá félaginu segir að leiðirnar falli vel að leiðakerfi Play.
„Með Stokkhólmi og Hamborg styrkjum við leiðakerfi PLAY enn frekar og þessar leiðir smellpassar inn í tengiflugið okkar á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Ég hef fulla trú á að viðtökurnar við þessum nýju áfangastöðum verði feykigóðar,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningu.