Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2022 22:48 Kjósendur í Indianapolis í Indiana-ríki eru klárir í slaginn. AP Photo/Darron Cummings Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. Þrátt fyrir að þingkosningar fari fram á morgun er enn verið að berjast í dómsal hér og þar um Bandaríkin. Þar má nefna frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar fyrir Pennsylvaníu-ríki. Hann hefur höfðað mál til að fá það í gegn að ódagsett utankjörfundaratkvæði verði talin með í ríkinu. Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði í síðustu viku, Repúblikönum í vil, að slík atkvæði ætti ekki að telja. Í Georgíu-ríki er tekist á um atkvæði 1.036 kjósenda sem óskuðu eftir því að kjósa utankjörfundar með svokölluðum póstatkvæðum. Kjörgögnin bárust hins vegar aldrei. Þetta eru nokkur dæmi um þær deilur sem háðar hafa verið í dómsölum í Bandaríkjunum að undanförnu. Enda er mikið undir, stjórn bandaríska þingsins næstu tvö árin. Ekki er búist við að niðurstöður þessara lögsókna muni skila sér í gríðarlegum breytingum þegar uppi er staðið. Þó segir í frétt Reuters að talið sé að þetta geti skipti máli þar sem mjótt er á mununum, svo sem í öldungardeildarkosningunum í Pennsylvaníu og Georgíu. Sem fyrr segir verður gengið til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Sé varaforseti Bandaríkjanna tekinn með í reikninginn stjórna Demókratar nú báðum deildum þingsins. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Þrátt fyrir að þingkosningar fari fram á morgun er enn verið að berjast í dómsal hér og þar um Bandaríkin. Þar má nefna frambjóðanda demókrata til öldungadeildarinnar fyrir Pennsylvaníu-ríki. Hann hefur höfðað mál til að fá það í gegn að ódagsett utankjörfundaratkvæði verði talin með í ríkinu. Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði í síðustu viku, Repúblikönum í vil, að slík atkvæði ætti ekki að telja. Í Georgíu-ríki er tekist á um atkvæði 1.036 kjósenda sem óskuðu eftir því að kjósa utankjörfundar með svokölluðum póstatkvæðum. Kjörgögnin bárust hins vegar aldrei. Þetta eru nokkur dæmi um þær deilur sem háðar hafa verið í dómsölum í Bandaríkjunum að undanförnu. Enda er mikið undir, stjórn bandaríska þingsins næstu tvö árin. Ekki er búist við að niðurstöður þessara lögsókna muni skila sér í gríðarlegum breytingum þegar uppi er staðið. Þó segir í frétt Reuters að talið sé að þetta geti skipti máli þar sem mjótt er á mununum, svo sem í öldungardeildarkosningunum í Pennsylvaníu og Georgíu. Sem fyrr segir verður gengið til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Sé varaforseti Bandaríkjanna tekinn með í reikninginn stjórna Demókratar nú báðum deildum þingsins. Samkvæmt spálíkani tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, þar sem fjölmargar kannanir eru teknar saman, eru 83 prósenta líkur á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Staðan er þó önnur varðandi öldungadeildina en sama líkan segir 54 prósent líkur á því að Repúblikanar nái einnig meirihluta þar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24