„Ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2022 10:32 Gamithra Marga talar einstaklega fallega íslensku. Það er löngu vitað að það getur verið erfitt að læra tungumálið okkar enda nokkuð flókið. Gamithra Marga hefur aðeins verið búsett hér á landi í fjögur ár og talar virkilega góða íslensku eins og Sindri Sindrason fékk að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gamithra er frá Eistlandi og kláraði hún menntaskóla fyrir norðan þegar hún var búsett á Akureyri. „Þegar ég var þrettán ára gömul fattaði ég að Ísland væri til, ég vissi kannski að þetta væri land en aldrei pælt neitt sérstaklega í landinu,“ segir Gamithra og heldur áfram. „Svo fór ég aðeins að kynna mér málin, hlusta á Sigurrós og fleira, svona eins og fólk gerir. Ég kolféll fyrir landinu og hugsaði að ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór. Ég var í raun þekkt í skólanum sem stelpan sem ætlaði að verða Íslendingur. Það var í raun allt við Ísland, stemningin, fólkið og tungumálið. Ég man þegar ég var að hlusta á tungumálið þegar ég var fjórtán ára og setti bara á Rás 2 á netinu og skildi ekkert. Það eina sem ég skildi var orðið akkúrat. Svo inn á milli fór ég að skilja fleiri orð,“ segir Gamithra sem kom fyrst hingað þegar hún var sautján ára gömul. „Mamma og pabbi reyndu aðeins að fá mig af þeirri hugmynd að flytja til Íslands en ég var bara svo ákveðin að það var ekki hægt að stjórna því. Ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum á Tröllaskaga úr fjarnámi árið 2019,“ segir Gamithra sem hefur síðan þá verið að forrita og starfað sem öryggisfulltrúi hjá erlendu fyrirtæki en í dag vinnur hún hjá Syndis. Hún hefur til að mynda keppt fyrir hönd Íslands í forritunarkeppni í Japan. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Eistland Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Gamithra Marga hefur aðeins verið búsett hér á landi í fjögur ár og talar virkilega góða íslensku eins og Sindri Sindrason fékk að kynnast í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Gamithra er frá Eistlandi og kláraði hún menntaskóla fyrir norðan þegar hún var búsett á Akureyri. „Þegar ég var þrettán ára gömul fattaði ég að Ísland væri til, ég vissi kannski að þetta væri land en aldrei pælt neitt sérstaklega í landinu,“ segir Gamithra og heldur áfram. „Svo fór ég aðeins að kynna mér málin, hlusta á Sigurrós og fleira, svona eins og fólk gerir. Ég kolféll fyrir landinu og hugsaði að ég verð að verða Íslendingur þegar ég verð stór. Ég var í raun þekkt í skólanum sem stelpan sem ætlaði að verða Íslendingur. Það var í raun allt við Ísland, stemningin, fólkið og tungumálið. Ég man þegar ég var að hlusta á tungumálið þegar ég var fjórtán ára og setti bara á Rás 2 á netinu og skildi ekkert. Það eina sem ég skildi var orðið akkúrat. Svo inn á milli fór ég að skilja fleiri orð,“ segir Gamithra sem kom fyrst hingað þegar hún var sautján ára gömul. „Mamma og pabbi reyndu aðeins að fá mig af þeirri hugmynd að flytja til Íslands en ég var bara svo ákveðin að það var ekki hægt að stjórna því. Ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist síðan úr Menntaskólanum á Tröllaskaga úr fjarnámi árið 2019,“ segir Gamithra sem hefur síðan þá verið að forrita og starfað sem öryggisfulltrúi hjá erlendu fyrirtæki en í dag vinnur hún hjá Syndis. Hún hefur til að mynda keppt fyrir hönd Íslands í forritunarkeppni í Japan. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Eistland Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira