Meiri líkur á að demókratar geti stöðvað Trump-málin Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:12 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lagði stund á doktorsnám í Bandaríkjunum og er vel kunnugur stjórnmálum þar í landi. Kristinn Ingvarsson Prófessor í sagnfræði segir varnarsigur demókrata í nýafstöðnum þingkosningum í Bandaríkjunum hafa komið sér talsvert á óvart. Demókratar gætu vel haldið meirihluta í öldungadeildinni, einkum í ljósi mikilvægs sigurs í Pennsylvaníu, en repúblikanar taka líklegast yfir fulltrúadeildina, sem verður Biden þungur baggi. „Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Hamingjan sanna!“ sagði þakklátur John Fetterman, nýkjörnum öldungardeildarþingmanni demókrata í Pennsylvaníu, eftir að sigur hans á sjónvarpslækninum Mehmet Oz varð ljós í nótt. Slagur þeirra var í eldlínunni í kosningabaráttunni, þeir mældust hnífjafnir fram á síðustu stundu, en Fetterman varð ofan á. Og það gerðu Demókratar í talsvert meira mæli en reiknað var með. Þetta kom Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði á óvart. Hann eins og svo margir aðrir bjóst við svokallaðri „rauðri bylgju“. „En eins og staðan er núna virðist það vera þannig að demókratar hafa mjög mikla möguleika á að halda öldungadeildinni þó það sé alls ekki ljóst á þessu augnabliki. Og ef repúblikanar vinna fulltrúadeildina verður það með frekar litlum mun,“ segir Guðmundur. Skipan dómara undir í öldungadeildinni Mikill eða lítill munur; hvort sem verður er tap í fulltrúadeildinni mikið högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. „En auðvitað því minnu sem munar, því meiri líkur eru á að hægt verði í að minnsta kosti sumum málum að ná samkomulagi yfir línuna. Þannig að demókratar gætu mögulega stoppað þau mál sem ganga hvað lengst í þá átt sem menn eins og Trump hafa verið að boða,“ segir Guðmundur. Endanleg úrslit í öldungadeildinni verða þó mögulega ekki ljós fyrr en í desember, eftir aukakosningar í Georgíu. Guðmundur segir til mikils að vinna þar fyrir demókrata. „Til dæmis skipan dómara, vegna þess að ef að repúblikanar hafa þar meirihluta geta þeir stoppað skipanir og myndu sjálfsagt gera það. Þannig að það hefur talsvert að segja.“ En hvað ætli skýri þetta góða gengi demókrata, þvert á kannanir? Kannanirnar sjálfar meðal annars, segir Guðmundur. Þær virðist erfiðar í framkvæmd í Bandaríkjunum og nái illa utan um lendingu atkvæða. En fleira komi til. „Í útgönguspám er fólk spurt hvað réði þegar það kaus og þar virðist þungunarrof hafa skipt talsvert miklu máli,“ segir Guðmundur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja. Hamingjan sanna!“ sagði þakklátur John Fetterman, nýkjörnum öldungardeildarþingmanni demókrata í Pennsylvaníu, eftir að sigur hans á sjónvarpslækninum Mehmet Oz varð ljós í nótt. Slagur þeirra var í eldlínunni í kosningabaráttunni, þeir mældust hnífjafnir fram á síðustu stundu, en Fetterman varð ofan á. Og það gerðu Demókratar í talsvert meira mæli en reiknað var með. Þetta kom Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði á óvart. Hann eins og svo margir aðrir bjóst við svokallaðri „rauðri bylgju“. „En eins og staðan er núna virðist það vera þannig að demókratar hafa mjög mikla möguleika á að halda öldungadeildinni þó það sé alls ekki ljóst á þessu augnabliki. Og ef repúblikanar vinna fulltrúadeildina verður það með frekar litlum mun,“ segir Guðmundur. Skipan dómara undir í öldungadeildinni Mikill eða lítill munur; hvort sem verður er tap í fulltrúadeildinni mikið högg fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. „En auðvitað því minnu sem munar, því meiri líkur eru á að hægt verði í að minnsta kosti sumum málum að ná samkomulagi yfir línuna. Þannig að demókratar gætu mögulega stoppað þau mál sem ganga hvað lengst í þá átt sem menn eins og Trump hafa verið að boða,“ segir Guðmundur. Endanleg úrslit í öldungadeildinni verða þó mögulega ekki ljós fyrr en í desember, eftir aukakosningar í Georgíu. Guðmundur segir til mikils að vinna þar fyrir demókrata. „Til dæmis skipan dómara, vegna þess að ef að repúblikanar hafa þar meirihluta geta þeir stoppað skipanir og myndu sjálfsagt gera það. Þannig að það hefur talsvert að segja.“ En hvað ætli skýri þetta góða gengi demókrata, þvert á kannanir? Kannanirnar sjálfar meðal annars, segir Guðmundur. Þær virðist erfiðar í framkvæmd í Bandaríkjunum og nái illa utan um lendingu atkvæða. En fleira komi til. „Í útgönguspám er fólk spurt hvað réði þegar það kaus og þar virðist þungunarrof hafa skipt talsvert miklu máli,“ segir Guðmundur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50 Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01
Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9. nóvember 2022 09:50
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18