Syrgði svalann syngjandi í Bónus Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 20:01 Íslendingar syrgja nú ávaxtasafann Svala, sem hætt verður að framleiða um áramótin. Forstjóri Coca-Cola á Íslandi segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða en Svali, sykraður drykkur markaðssettur til barna, samræmist ekki stefnu fyrirtækisins. Svali hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1982 en nú hverfur hann senn á braut. Og tannlæknar landsins fagna eflaust. En það gera netverjar margir ekki; tilkynning Coca Cola á Íslandi um endalok Svala hefur fallið í grýttan jarðveg hjá þjóðinni. Hið rótgróna vörumerki er greinilega mörgum harmdauði. Sara Rut Sumir segja um að ræða menningarmorð, aðrir hafa áhyggjur af börnunum og enn aðrir lýsa algjöru tilfinningalegu niðurbroti, eins og sést á meðfylgjandi mynd. En, svali er einfaldlega barn síns tíma, segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi. „Þetta er svaladrykkur með sykri, sem höfðar til barna, sem samrýmist ekki okkar stefnu.“ Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.Vísir/Dúi Hin hatrömmu viðbrögð hafi verið viðbúin. „Svali á sér fjörutíu ára sögu á íslandi og búinn að vera hluti af skólanestinu og hjá okkur öllum í mjög langan tíma. Okkur þykir öllum vænt um hann. Og ég get sagt að hundurinn minn heitir Svali og það er engin tilviljun sko,“ segir Einar. Ákvörðunin er endanleg, segir forstjórinn. Og hana harma ekki aðeins netverjar. „Ég er algjörlega niðurbrotinn. Maður ólst upp með svala,“ segir Ásgeir Hrannberg, mikill svalaunnandi sem fréttastofa rakst á í verslun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Og Ásgeir gerði sér svo lítið fyrir og brast í söng; raulaði með tilþrifum stef úr eftirminnilegri svalaauglýsingu Jóns Páls Sigmarssonar og Sverris Stormsker. Viðtalið við Ásgeir og umfjöllun fréttastofu um þessi stórtíðindi úr heimi drykkjarvara má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42 Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Svali hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1982 en nú hverfur hann senn á braut. Og tannlæknar landsins fagna eflaust. En það gera netverjar margir ekki; tilkynning Coca Cola á Íslandi um endalok Svala hefur fallið í grýttan jarðveg hjá þjóðinni. Hið rótgróna vörumerki er greinilega mörgum harmdauði. Sara Rut Sumir segja um að ræða menningarmorð, aðrir hafa áhyggjur af börnunum og enn aðrir lýsa algjöru tilfinningalegu niðurbroti, eins og sést á meðfylgjandi mynd. En, svali er einfaldlega barn síns tíma, segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi. „Þetta er svaladrykkur með sykri, sem höfðar til barna, sem samrýmist ekki okkar stefnu.“ Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.Vísir/Dúi Hin hatrömmu viðbrögð hafi verið viðbúin. „Svali á sér fjörutíu ára sögu á íslandi og búinn að vera hluti af skólanestinu og hjá okkur öllum í mjög langan tíma. Okkur þykir öllum vænt um hann. Og ég get sagt að hundurinn minn heitir Svali og það er engin tilviljun sko,“ segir Einar. Ákvörðunin er endanleg, segir forstjórinn. Og hana harma ekki aðeins netverjar. „Ég er algjörlega niðurbrotinn. Maður ólst upp með svala,“ segir Ásgeir Hrannberg, mikill svalaunnandi sem fréttastofa rakst á í verslun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Og Ásgeir gerði sér svo lítið fyrir og brast í söng; raulaði með tilþrifum stef úr eftirminnilegri svalaauglýsingu Jóns Páls Sigmarssonar og Sverris Stormsker. Viðtalið við Ásgeir og umfjöllun fréttastofu um þessi stórtíðindi úr heimi drykkjarvara má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42 Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42
Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15