Ofbeldisdómar of þungir Elísabet Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 19:30 Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað. En skoðum dæmi dagsins í fréttum. Maður gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan 3 ára son þeirra og hótar ítrekað að drepa hana. Refsing: 9 mánaða skilorðsbundinn dómur og er gert að greiða konunni 800 þúsund í miskabætur. Ég hélt að ég væri að ruglast á orðunum skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dómur svo ég gúglaði þetta: „Þeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.“ -domareiknir.is Þessir lögmenn sem fordæma þyngri refsingar í ofbeldismálum koma væntanlega ekki af heimilum þar sem þeir hafa séð mömmu sína bitna og lúbarða og reynt að bjarga henni með að láta höggin dynja á pabba sínum. Pælið í því! Þriggja ára gamalt barn réðist á pabba sinn og til að bjarga lífi mömmusín. Þegar pabbi hans hafði verið fjarlægður var drengurinn, samkvæmt lögregluskýrslu, „stjarfur af hræðslu“. Í þessu máli taldi Arnbjörg Sigurðardóttir dómari að konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af. Ræðum þetta aðeins. Rannsóknir síðustu þrjá áratugi hafa margsannað að áhrif sambærilegs áfalls geta verið hjartasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, stoðkerfisvandamál, sjúkdómar í miðtaugakerfinu og oftar en ekki kveikja að alls kyns geðrænum sjúkdómum. Þá erum við ekki aðeins að tala um áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi heldur einnig af geðhvarfasýki sem drepur fleiri en orð fá lýst því þeir sem þjást af henni fara einfaldlega sjálfir eða líkaminn gefur sig vegna lyfjanna. Nú eru komin tvö ár síðan ein uppáhalds manneskja undirritaðrar dó því hjartað hætti bara að slá af álagi. Sá maður upplifði áfall í æsku og varð ekki fertugur. Hann dó í útlöndum þar sem hann bjó, fjarri fjölskyldu sinni því hann fékk enga aðstoð geðheilbrigðiskerfis Íslands. Enga. Jú, en aftur að mönnum sem bíta, brjóta, berja og hóta að drepa konur. Lögin okkar virka þannig að gerandi sem verður mjög líklega valdur að því að tvær manneskjur muni eyða öllum sínum pening næstu ár og jafnvel áratugi í heilbrigðiskostnað til einkageirans, ber að greiða lögfræðingnum sínum meira en þeim. Ég er ekki að grínast. Lögfræðingurinn fær meira en mæðginin sem þurfa að lifa með þessu alla ævi. En svo greiðir hann líka ríkinu rúmar tvær milljónir… minna má það nú ekki vera ef þessi atburður verður fyrirrennari örorku og þess kyns „svindls“ í framtíðinni. „…konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og taldi ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af.“ Þetta er mjög mikilvæg rangtúlkun á eftirmála þessa atburðar og ég vil biðja þingmenn allra flokka að skoða hvort hægt sé að skylda dómara á námskeið í ofbeldisfræðum. Jú, ofbeldisfræði er orð. Og ef svona hræðilegir dómar eru allir byggðir á túlkun laganna eru lögin varðandi heimilisofbeldi svo sannarlega ekki að virka sem skyldi. En já, fleytum kertum fyrir lögmennina sem eru steinhissa og vilja að við notum tíma og almannafé í að skoða hvers vegna morðingjarnir sem þeir verja fá þyngri refsingar. #rúv #fordæmalausirdómar #stjarfurafhræðslu #héraðsdómurnorðurlands #máls-520/2021 #dr.sigrúnsigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað. En skoðum dæmi dagsins í fréttum. Maður gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan 3 ára son þeirra og hótar ítrekað að drepa hana. Refsing: 9 mánaða skilorðsbundinn dómur og er gert að greiða konunni 800 þúsund í miskabætur. Ég hélt að ég væri að ruglast á orðunum skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dómur svo ég gúglaði þetta: „Þeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.“ -domareiknir.is Þessir lögmenn sem fordæma þyngri refsingar í ofbeldismálum koma væntanlega ekki af heimilum þar sem þeir hafa séð mömmu sína bitna og lúbarða og reynt að bjarga henni með að láta höggin dynja á pabba sínum. Pælið í því! Þriggja ára gamalt barn réðist á pabba sinn og til að bjarga lífi mömmusín. Þegar pabbi hans hafði verið fjarlægður var drengurinn, samkvæmt lögregluskýrslu, „stjarfur af hræðslu“. Í þessu máli taldi Arnbjörg Sigurðardóttir dómari að konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af. Ræðum þetta aðeins. Rannsóknir síðustu þrjá áratugi hafa margsannað að áhrif sambærilegs áfalls geta verið hjartasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, stoðkerfisvandamál, sjúkdómar í miðtaugakerfinu og oftar en ekki kveikja að alls kyns geðrænum sjúkdómum. Þá erum við ekki aðeins að tala um áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi heldur einnig af geðhvarfasýki sem drepur fleiri en orð fá lýst því þeir sem þjást af henni fara einfaldlega sjálfir eða líkaminn gefur sig vegna lyfjanna. Nú eru komin tvö ár síðan ein uppáhalds manneskja undirritaðrar dó því hjartað hætti bara að slá af álagi. Sá maður upplifði áfall í æsku og varð ekki fertugur. Hann dó í útlöndum þar sem hann bjó, fjarri fjölskyldu sinni því hann fékk enga aðstoð geðheilbrigðiskerfis Íslands. Enga. Jú, en aftur að mönnum sem bíta, brjóta, berja og hóta að drepa konur. Lögin okkar virka þannig að gerandi sem verður mjög líklega valdur að því að tvær manneskjur muni eyða öllum sínum pening næstu ár og jafnvel áratugi í heilbrigðiskostnað til einkageirans, ber að greiða lögfræðingnum sínum meira en þeim. Ég er ekki að grínast. Lögfræðingurinn fær meira en mæðginin sem þurfa að lifa með þessu alla ævi. En svo greiðir hann líka ríkinu rúmar tvær milljónir… minna má það nú ekki vera ef þessi atburður verður fyrirrennari örorku og þess kyns „svindls“ í framtíðinni. „…konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og taldi ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af.“ Þetta er mjög mikilvæg rangtúlkun á eftirmála þessa atburðar og ég vil biðja þingmenn allra flokka að skoða hvort hægt sé að skylda dómara á námskeið í ofbeldisfræðum. Jú, ofbeldisfræði er orð. Og ef svona hræðilegir dómar eru allir byggðir á túlkun laganna eru lögin varðandi heimilisofbeldi svo sannarlega ekki að virka sem skyldi. En já, fleytum kertum fyrir lögmennina sem eru steinhissa og vilja að við notum tíma og almannafé í að skoða hvers vegna morðingjarnir sem þeir verja fá þyngri refsingar. #rúv #fordæmalausirdómar #stjarfurafhræðslu #héraðsdómurnorðurlands #máls-520/2021 #dr.sigrúnsigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun