Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2022 19:21 Börn í bænum Solonka í Lviv héraði skammt frá landamærunum að Póllandi skoðuðu í dag sprengjugíg eftir rússneska eldflaug í gær. AP/Mykola Tys Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. Umheiminum var brugðið í gærkvöldi þegar eldflaug varð tveimur að bana skammt frá bænum Przewodów rétt innan landamæra Póllands og Úkraínu. Pólska stjórnin boðaði þjóðaröryggisráð sitt saman og NATO-leiðtogar á leiðtogafundi tuttugu helstu iðnríkja heims á Balí réðu ráðum sínum. Leiðtogar NATO ríkja og G7 komu saman til neyðarfundar á ráðstefnu G20 ríkjanna á Balí í Indónesíu í morgun vegna Úkraínu og Póllands.AP/Doug Mills Í fyrstu var sterkur grunur um að rússneska eldflaug hefði verið að ræða, enda skutu þeir um hundrað eldflaugum á borgir og bæi í Úkraínu í gær og ollu miklu tjóni á innviðum landsins. Það hefði getað þýtt árás Rússa á NATO ríki og þar með kallað á viðbrögð þeirra. Úkraínumenn sögðust þó hafa náð að skjóta um 70 af eldflaugum Rússa niður. Í dag varð svo ljóst að það var ein loftvarnaflauga þeirra sem hafnaði í Póllandi. Andrzej Duda forseti Póllands segir Úkraínumenn hafa verið í fullum rétti til að verja sig fyrir umfangsmiklum eldflaugaárásum Rússa.AP/Peter Dejong Andrzej Duda forseti Póllands segir því ekkert benda til að um skipulega árás á Pólland hafi verið að ræða. Rússar hefðu hins vegar skotið fjölda eldflauga á borgir eins Lviv nærri landamærum Póllands. „Úkraína var að verja sig sem kallaði á eldflaugaskot til að granda rússneskum eldflaugum. Þetta var mjög alvarleg ögrun sem í þetta skiptið eins og í gegnum allt stríðið var algerlega á ábyrgð Rússa. Þannig að Rússar eru einir ábyrgir fyrir bardaganum í gær,“ sagði Duda í dag. Stór hluti Úkraínu var rafmagnslaus eftir árásir gærdagsins. Hús voru víða án húshitunar og vatns. Þá blasir við mikil eyðilegging þaðan sem Rússar hafa flúið í Kherson héraði. „Það er ekkert vatn. Sem betur fer höfum við aðgang að brunni. Án hans væri ástandið enn verra. Við kaupum vatn. Þeir bera það frá Mykolayiv. Þannig er líf okkar núna,“ segir Olha Ismailova innan um rústirnar af heimili hennar í bænum Posad-Pokrovske. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Rússa bera alla ábyrgð á því að loftvarnaskeyti Úkraínumanna hafnaði í Póllandi.AP/Olivier Matthys Leiðtogar NATO ríkja á G20 fundinum ítrekuðu allir áframhaldandi stuðning sinn við Úkraínu og það gerði forystufólk Evrópusambandsins einnig. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir ekkert benda til að Rússar undirbúi árás á NATO-ríki. „En ég undristrika að þetta er ekki Úkraínu að kenna. Rússar bera alla ábyrgð með stöðugum og ólöglegum stríðsrekstri sínum gegn Úkraínumönnum,“ segir Stoltenberg. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Pólland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Umheiminum var brugðið í gærkvöldi þegar eldflaug varð tveimur að bana skammt frá bænum Przewodów rétt innan landamæra Póllands og Úkraínu. Pólska stjórnin boðaði þjóðaröryggisráð sitt saman og NATO-leiðtogar á leiðtogafundi tuttugu helstu iðnríkja heims á Balí réðu ráðum sínum. Leiðtogar NATO ríkja og G7 komu saman til neyðarfundar á ráðstefnu G20 ríkjanna á Balí í Indónesíu í morgun vegna Úkraínu og Póllands.AP/Doug Mills Í fyrstu var sterkur grunur um að rússneska eldflaug hefði verið að ræða, enda skutu þeir um hundrað eldflaugum á borgir og bæi í Úkraínu í gær og ollu miklu tjóni á innviðum landsins. Það hefði getað þýtt árás Rússa á NATO ríki og þar með kallað á viðbrögð þeirra. Úkraínumenn sögðust þó hafa náð að skjóta um 70 af eldflaugum Rússa niður. Í dag varð svo ljóst að það var ein loftvarnaflauga þeirra sem hafnaði í Póllandi. Andrzej Duda forseti Póllands segir Úkraínumenn hafa verið í fullum rétti til að verja sig fyrir umfangsmiklum eldflaugaárásum Rússa.AP/Peter Dejong Andrzej Duda forseti Póllands segir því ekkert benda til að um skipulega árás á Pólland hafi verið að ræða. Rússar hefðu hins vegar skotið fjölda eldflauga á borgir eins Lviv nærri landamærum Póllands. „Úkraína var að verja sig sem kallaði á eldflaugaskot til að granda rússneskum eldflaugum. Þetta var mjög alvarleg ögrun sem í þetta skiptið eins og í gegnum allt stríðið var algerlega á ábyrgð Rússa. Þannig að Rússar eru einir ábyrgir fyrir bardaganum í gær,“ sagði Duda í dag. Stór hluti Úkraínu var rafmagnslaus eftir árásir gærdagsins. Hús voru víða án húshitunar og vatns. Þá blasir við mikil eyðilegging þaðan sem Rússar hafa flúið í Kherson héraði. „Það er ekkert vatn. Sem betur fer höfum við aðgang að brunni. Án hans væri ástandið enn verra. Við kaupum vatn. Þeir bera það frá Mykolayiv. Þannig er líf okkar núna,“ segir Olha Ismailova innan um rústirnar af heimili hennar í bænum Posad-Pokrovske. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Rússa bera alla ábyrgð á því að loftvarnaskeyti Úkraínumanna hafnaði í Póllandi.AP/Olivier Matthys Leiðtogar NATO ríkja á G20 fundinum ítrekuðu allir áframhaldandi stuðning sinn við Úkraínu og það gerði forystufólk Evrópusambandsins einnig. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir ekkert benda til að Rússar undirbúi árás á NATO-ríki. „En ég undristrika að þetta er ekki Úkraínu að kenna. Rússar bera alla ábyrgð með stöðugum og ólöglegum stríðsrekstri sínum gegn Úkraínumönnum,“ segir Stoltenberg.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Pólland Úkraína Rússland Tengdar fréttir Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54
Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33
Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43