Evrópumót U-19 ára landsliði fer fram á Möltu næsta sumar en átta lið komast í lokakeppnina. Leikur Íslands í kvöld gegn Skotum var fyrsti leikurinn í undankeppninni en Ísland er einnig í riðli með Frakklandi og Kasakstan.
Leikið var í Glasgow í kvöld og var það Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK í Kaupmanahöfn, sem skoraði sigurmarkið í síðari hálfleiknum. Hann fékk þá sendingu í gegnum vörn Skota, var einn gegn markverðinum hægra megin í teignum og kláraði færið frábærlega með skoti upp í þaknetið.
1-0 urðu lokatölur en Ísland mætir Frökkum á laugardag en þeir unnu 7-0 stórsigur á Kasakstan í dag. Tvær þjóðir komast áfram í næstu umferð undankeppninnar.
Flottur 1-0 sigur hjá U19 karla gegn Skotlandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2023!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 16, 2022
Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Ísland mætir Frakklandi á laugardag kl. 15:00 að íslenskum tíma.
A good win for our U19 men's side.#fyririsland pic.twitter.com/CwitGQIGEj